Helgi Valentín Arnarson varð um helgina Norðurlandameistari í sínum flokki á sterku móti sem var haldið í Kisakallio í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem hann keppir fyrir landslið Íslands sem gerir þennan árangur ennþá glæsilegri. Alls vann íslenska landsliðið til 5 gullverðlauna, 9 silfurverðlauna og 9 bronsverðlauna á mótinu, sem er langbesti árangri á mótinu frá upphafi.
Til hamingju Helgi