fbpx
KristinnIngi

Sárgrætilegt tap gegn Stjörnunni | Færanýtingin dýrkeypt

KristinnIngiFRAM mátti í kvöld sætta sig við tap gegn Stjörnunni, 0-1, í fimmtu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu.  Robert Sandnes skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik, en miðað við gang mála og fjölda marktækifæra í leiknum verður varla annað sagt en að úrslitin verði færð til bókar sem ósanngjörn.

Fram 0-1 Stjarnan (0-1)
0-1  Robert Sandnes 34.mín.

Stjörnumenn hófu leikinn í kvöld af nokkrum krafti og áttu fyrstu marktækifærin, en leikur FRAMliðsins þéttist eftir því sem á leið og fékk nokkur ljómandi góð tækifæri til að skora.  Tvö marktækifæranna í fyrri hálfleik voru af þeirri gerðinni sem alla jafna gefa mörk, en fótboltaguðirnir brostu ekki við þeim bláu í kvöld.  Eina markið kom eftir rúmlega hálftíma leik og Robert Sandnes átti það í raun með glugga og hurðum.  Hann skeiðaði inn á teiginn en mætti þar tvíefldum Ólafi Erni, sem vann af honum boltann, Sandnes tvíefldist við mótlætið, vann boltann aftur og skoraði með þrumuskoti.
Stjörnumenn bökkuðu talsvert í síðari hálfleik, FRAMpiltar stýrðu umferðinni og fengu ljómandi færi á því að koma sér á blað.  Það var hins vegar nokk sama hvað reynt var, inn vildi boltinn ekki og því verður að kyngja þeim gallsúra bita að tapa þessum leik.

FRAMsveinar léku á köflum ljómandi vel í kvöld og voru þegar allt er talið sterkari aðilinn í leiknum.  Á stundum voru þeir þó einum of gjarnir á að slá hraðann svolítið úr aðgerðum sínum og naga sig væntanlega í handarbökin fyrir það að klára ekki færin sín.  Af þeim var gnógt.  Með sama áframhaldi fer að styttast í stigasöfnun, liðið spilar ágætlega og hlýtur að detta í það að nýta færin sem gefast.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!