fbpx
Fram-Stjarnan gamalt

Stjarnan heimsækir Laugardalinn í kvöld

Fram-Stjarnan gamaltFRAM tekur á móti Stjörnunni í fimmtu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu klukkan 19.15 í kvöld.  Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig þegar tveimur leikjum fimmtu umferðar er ólokið, en FRAM situr í áttunda sæti með fimm stig.

Stjarnan heimsótti KR í fyrstu umferð Pepsideildarinnar í ár og mátti þar sætta sig við tap, 1-2.  Garðbæingar unnu tvo næstu leiki sína, 3-2 gegn Víkingi frá Ólafsvík á heimavelli og 1-0 gegn Fylki í Árbænum, og gerði jafntefli við Val í fjórðu umferðinni í Garðabæ, 1-1.
FRAM vann fyrsta leik sinn á leiktíðinni, 2-1 gegn Víkingi í Ólafsvík, og gerði svo jafntefli við Fylki heima og Val úti, í báðum tilvikum 1-1.  FRAM tapaði svo gegn ÍA í fjórðu umferðinni 0-2.

FRAM og Stjarnan hafa skipt stigum nokkuð bróðurlega á milli sín undanfarin ár; liðin hafa mæst átta sinnum í deildinni á síðustu fjórum árum og hafa unnið sína hvora þrjá leikina og gert tvö jafntefli.  Markatalan er 21-16 Garðbæingum í vil.
Liðin gerðu jafntefli í Laugardalnum á síðustu leiktíð, 1-1.  Kristinn Ingi Halldórsson kom FRAM yfir á 73.mínútu, en Garðar Jóhannsson jafnaði metin í blálokin.  Garðbæingar léku einum færra í tæplega hálftíma þar sem Jóhann Laxdal fékk að líta rauða spjaldið á 64.mínútu.
Stjarnan vann fyrri viðureignina í Pepsideildinni á síðustu leiktíð á heimavelli sínum 4-2.

FRAM hafði síðast betur gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í júní 2010.  Ívar Björnsson og Tómas Leifsson komu FRAM í 2-0 áður en Hilmar Þór Hilmarsson minnkaði muninn mínútu fyrir leikslok, 2-1.  Jón Guðni Fjóluson varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi í þessum leik að fá að líta rauða spjaldið á 61.mínútu.
Stjarnan fagnaði síðast sigri í Laugardalnum í maí 2011.  Arnar Gunnlaugsson skoraði fyrsta markið í þeim leik fyrir FRAM, Halldór Orri Björnsson jafnaði metin og Arnar kom FRAM yfir aftur með marki úr vítaspyrnu.  Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á síðast hálftímanum; Halldór Orri, Bjarki Páll Eysteinsson og Garðar Jóhannsson skoruðu, auk þess sem FRAMarar settu svo sem eins og eitt sjálfsmark.

Búast má við hörkuleik í Laugardalnum í kvöld, enda dýrmæt stig í boði.  Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 19.15 og eru FRAMarar hvattir til að fjölmenna og láta vel í sér heyra.

Fram-Stjarnan - Pepsi5 - 270513

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!