Handknattleiksdeild FRAM gaf á dögunum út blað í tilefni meistaratitlanna tveggja sem félagið vann á vormánuðum. Ritstjóri blaðsins er hinn þrautreyndi Sigmundur Ó. Steinarsson og er vandað til verka eins og við er að búast.
Í blaðinu er m.a. að finna viðtöl við Stellu Sigurðardóttur, Einar Jónsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Magnús Gunnar Erlendsson og Steinunni Björnsdóttur, urmul skemmtilegra mynda og greina og sitthvað fleira.