fbpx
Garðar samningur

Garðar framlengir til tveggja ára

Garðar samningurHandknattleiksmaðurinn Garðar B. Sigurjónsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við FRAM.  Garðar, sem er tvítugur að aldri, vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína með Íslandsmeisturum FRAM á nýafstaðinni leiktíð, enda einn efnilegasti línumaður N1-deildarinnar.

Garðar, sem er uppalinn Stjörnumaður, gekk til liðs við FRAM fyrir tveimur árum og hefur eins og áður segir vakið verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt og framgöngu.  Reikna má með því að hann leiki enn stærra hlutverk í liði FRAM í nánustu framtíð, ekki síst í ljósi þess að bæði Ægir Hrafn Jónsson og Haraldur Þorvarðarson eru horfnir á braut.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!