FRAM hefur ráðið Ríkharð Daðason sem þjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins í knattspyrnu út yfirstandandi tímbil. Ríkharður er uppalinn hjá FRAM og vann hann Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitla með félaginu áður en hann hélt utan í atvinnumennsku. Ríkharður spilaði um árabil sem atvinnumaður í Grikklandi, Noregi og Englandi. Hann á að baki 44 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim skoraði hann 14 mörk. Ríkharður hefur ekki verið aðalþjálfari í meistaraflokki áður.
Auðun Helgason, fyrrverandi leikmaður FRAM, verður aðstoðarmaður Ríkharðs. Auðun á að baki langan og farsælan feril sem leikmaður í Noregi, Svíþjóð, Sviss og Belgíu auk Íslands þar sem hann lék m.a. með FRAM 2008 og 2009. Auðun Helgason lék 35 landsleiki fyrir Ísland. Hann var aðstoðarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði Selfoss á síðustu leiktíð.