Hornamaðurinn knái Ólafur Jóhann Magnússon hefur framlengt samning sinn við FRAM til tveggja ára. Þá hafa tveir af efnilegustu leikmönnum félagsins, Ragnar Þór Kjartansson og Arnar Freyr Arnarsson samið við FRAM, sömuleiðis til tveggja ára.
Ólafur, sem er 21 árs Akureyringur, gekk til liðs við FRAM á síðasta ári og kom mörgum þægilega á óvart með frammistöðu sinni, ekki síst í úrslitakeppninni.
Ragnar og Arnar hafa látið hraustlega til sín taka í yngri flokkum FRAM og lögðu þung lóð á vogarskálarnar í titlabaráttu.