fbpx
Rolofors

Roland Eradze ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs FRAM

Roland EradzeRoland Eradze, sem um nokkurra ára skeið var í hópi bestu markvarða í íslenska handboltanum og sinnt hefur þjálfun með góðum árangri undanfarin misseri, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FRAM í handknattleik kvenna.

Roland lætur sér ekki nægja að vera Halldóri Jóhanni til aðstoðar á komandi leiktíð, því hann hefur einnig verið ráðinn þjálfari 2.flokks karla hjá FRAM.  Þá mun hann sinna markmanns- og tækniþjálfun hjá Íslandsmeisturum FRAM í karlaflokki og í öðrum, þriðja og fjórða flokki karla og kvenna.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email