fbpx
haf

Þrjú stig sótt til Keflavíkur

hafFRAM hafði í kvöld betur gegn Keflavík á útivelli, 2-1, sjöttu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Rautt spjald sem Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson nældi sér í undir lok fyrri hálfleiks breytti gangi leiksins og Hólmbert Aron Friðjónsson lét hraustlega til sín taka; hann skoraði fyrra mark FRAM í kvöld og lagði upp það síðara fyrir Steven Lennon.

Keflavík 1-2 FRAM (0-1)
0-1  Hólmbert Aron Friðjónsson 43.mín.
0-2  Steven Lennon 56.mín.
1-2  Sigurbergur Elísson 67.mín.
Rautt spjald: Magnús Þórir Matthíasson 40.mín.

Jafnræði var með liðunum fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn, FRAMarar öllu líklegri ef eitthvað var og annað veifið brá fyrir ágætum samleik hjá Safamýrarpiltum.  Eftir u.þ.b. hálftíma leik færðust heimamenn hins vegar allir í aukana, náðu ágætum tökum á miðjunni þar sem þeir voru einfaldlega grimmari og viljugri á lausa bolta og aðeins ágæt tilþrif Ögmundar í markinu og þversláin komu í veg fyrir keflvískt mark.  Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks lét heimamaðurinn Magnús Þórir Matthíasson augnabliks pirring skemma fyrir sér kvöldið, hann stuggaði við Jordan Halsman eftir að þeir höfðu barist um boltann og hann borist aftur fyrir endamörk og Gunnar Jarl dómari reif upp rauða spjaldið af fádæma öryggi.  Hólmbert Friðjónsson skoraði fyrir FRAM rúmum tveimur mínútum síðar, hirti boltann inn á teig eftir klafs og skoraði með góðu skoti á stöngina nær. Um það má vissulega deila hvort eins marks forysta FRAM í hálfleik hafi verið sanngjörn, en hún var kærkomin og virtist hafa ágæt áhrif á hvítklædda Safamýrarsveina.
FRAM var sterkari aðilinn lungann úr síðari hálfleik, hleypti heimamönnum ekki í teljandi marktækifæri og bætti við marki eftir sjö mínútna leik.  Hólmbert átti þá stungusendingu inn á Steven Lennon, sem sýndi rósemi og yfirvegun þegar hann skeiðaði framhjá Preece Keflavíkurmarkverði og setti boltann í stöngina og inn. Keflvíkingar skoruðu mark  þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og höfðu þar heppnina með sér, skot Sigurbergs Elíssonar small í Bjarna Hólm og breytti um stefnu á leið sinni í netið. Ekki var laust við að örlaði á taugaspennu á lokamínútunum, en varla er þó hægt að tala um að hætta hafi skapast og sigurinn var þegar allt er talið býsna sannfærandi.

Leikskýrslan.

Pepsideild karla.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!