fbpx
vba - fors - fotbn

Bikarslagur í Ólafsvík í kvöld

vba - fotbnFRAM heimsækir Víking í Ólafsvík í 16-liða úrsiltum Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld.  Flautað verður til leiks á Ólafsvíkurvelli klukkan 19.15.

Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur og FRAM eigast við í bikarkeppni KSÍ, en þau hafa mæst þrisvar í deild og tvisvar í deildabikar.  FRAM hefur unnið fjóra af þessum fimm leikjum, tvo í deild og báða deildabikarleikina, en liðin gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum, deildarleik á Laugardalsvelli í maí 2006.
Liðin hafa mæst tvisvar á Ólafsvíkurvelli og FRAM fagnaði sigri í báðum þessum leikjum.  Jónas Grani Garðarsson skoraði eina markið þegar liðin mættust í 1.deildinni í júlí 2006 og Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson tryggðu sigur, 2-1, í fyrsta leiknum í Pepsideildinni á þessari leiktíð.

FRAM vann Val sællar minningar á útivelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar 2-1, þar sem Almarr Ormarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson skoruðu mörk FRAM.  Víkingur hafði betur gegn Álftanesi á útivelli í þessari sömu umferð með sömu markatölu, 2-1.

Þegar litið er á árangur liðanna á þessari leiktíð, nóta bene í í Pepsideildinni, má sjá að Víkingar hafa tapað þremur af fjórum heimaleikjum sínum og gert eitt jafnteli, gegn ÍBV.  Markatalan er 2-9 og uppskeran 1 stig.  FRAM hefur hins vegar unnið tvo útileiki, gert eitt jafntefli og tapað einum.  Markatalan er 5-5 og uppskeran 7 stig.

Reikna má með hörkuleik í Ólafsvík í kvöld, leik þar sem ekkert verður gefið eftir og ævintýraljóminn svífur yfir vötnum.  Stuðningsmenn FRAM eru hvattir til að leggja land undir fót, njóta ferðalags um hið stórbrotna Snæfellsnes og styðja þá bláu til afreka.

VíkingurÓ-Fram - Borgun16 - 190613

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!