Nú standa yfir sumarnámskeið handknattleiksdeildar FRAM þar sem hetjur framtíðarinnar þróa hæfileika sína undir styrkri stjórn þrautreyndra þjálfara.
Haraldur Þorvarðarson, Magnús Kári Jónsson og Roland Eradze ausa úr skálum visku sinnar á Sumarnámskeiðinu í ár og handboltafólkið unga slær hvergi slöku við. Enn eru laus pláss á námskeiðunum og er áhugasömum bent á að skrá sig fyrr en síðar.
Skráning
[nggallery id=4]