fbpx
HildurHekla

Samið við fjórar efnilegar handboltastúlkur

HildurHeklaHandknattleiksdeild FRAM hefur á undanförnum vikum gengið frá samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn sem gerðar eru vonir um að verði í lykilhlutverkum í meistaraflokki kvenna á komandi árum.

Elva Þóra Arnardóttir
Elva er fædd í júlí 1994 og verður því 19 ára í næsta mánuði.
Elva leikur í stöðu vinstri skyttu og/eða leikstjórnanda, ásamt því að vera öflugur varnarmaður.
Elva hefur verið í æfingahópi meistaraflokks kvenna undanfarin ár.
Elva hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Hekla Rún Ámundadóttir
Hekla er fædd í febrúar 1995 og er því nýlega orðin 18 ára.
Hekla leikur í stöðu hægri hornamanns.
Hekla hefur verið í leikmannahópi meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár.
Hekla hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands og var síðastliðinn vetur valinn í stóran æfingahóp með A-landsliði Íslands.

Hildur Gunnarsdóttir
Hildur er fædd í apríl 1994 og er því nýlega orðin 19 ára.
Hildur leikur í stöðu markvarðar.
Hildur hefur verið í leikmannahópi meistaraflokks kvenna síðastliðið ár.
Hildur hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Ragnheiður Júlíusdóttir
Ragnheiður er fædd í júní 1997 og er því nýlega orðin 16 ára.
Ragnheiður leikur í stöðu vinstri skyttu og eða leikstjórnanda.
Ragnheiður hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Þessar stúlkur urðu allar Íslands- og bikarmeistarar með 3. fl. kvenna síðastliðinn vetur.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir handknattleiksdeild FRAM að hafa samið við þessar stúlkur og væntir FRAM mikils af þeim á næstu árum. Þær munu vonandi leika stórt hlutverk í öflugu liði meistaraflokks kvenna um ókomin ár.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!