fbpx
HildurHekla

Samið við fjórar efnilegar handboltastúlkur

HildurHeklaHandknattleiksdeild FRAM hefur á undanförnum vikum gengið frá samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn sem gerðar eru vonir um að verði í lykilhlutverkum í meistaraflokki kvenna á komandi árum.

Elva Þóra Arnardóttir
Elva er fædd í júlí 1994 og verður því 19 ára í næsta mánuði.
Elva leikur í stöðu vinstri skyttu og/eða leikstjórnanda, ásamt því að vera öflugur varnarmaður.
Elva hefur verið í æfingahópi meistaraflokks kvenna undanfarin ár.
Elva hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Hekla Rún Ámundadóttir
Hekla er fædd í febrúar 1995 og er því nýlega orðin 18 ára.
Hekla leikur í stöðu hægri hornamanns.
Hekla hefur verið í leikmannahópi meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár.
Hekla hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands og var síðastliðinn vetur valinn í stóran æfingahóp með A-landsliði Íslands.

Hildur Gunnarsdóttir
Hildur er fædd í apríl 1994 og er því nýlega orðin 19 ára.
Hildur leikur í stöðu markvarðar.
Hildur hefur verið í leikmannahópi meistaraflokks kvenna síðastliðið ár.
Hildur hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Ragnheiður Júlíusdóttir
Ragnheiður er fædd í júní 1997 og er því nýlega orðin 16 ára.
Ragnheiður leikur í stöðu vinstri skyttu og eða leikstjórnanda.
Ragnheiður hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Þessar stúlkur urðu allar Íslands- og bikarmeistarar með 3. fl. kvenna síðastliðinn vetur.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir handknattleiksdeild FRAM að hafa samið við þessar stúlkur og væntir FRAM mikils af þeim á næstu árum. Þær munu vonandi leika stórt hlutverk í öflugu liði meistaraflokks kvenna um ókomin ár.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email