fbpx
Fram-Throttur3-fors

Tap gegn Álftanesi á heimavelli

Fram-Throttur3Kvennalið FRAM í knattspyrnu mátti í gærkvöldi sætta sig við tap gegn Álftanesi, 1-3, í fimmtu umferð A-riðils1.deildar. FRAM situr sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, en Álftanes hefur jafnmörg stig í fjórða sæti og á tvo leiki til góða.

Álftanes komst yfir strax á fimmtu mínútu leiksins í gær með marki Ernu Bigisdóttur, en Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir jafnaði metin fyrir FRAM á 29.mínútu.  Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1, en gestirnir sáu alfarið um markaskorun í síðari hálfleik.  Ragnheiður Bjarnadóttir kom Álftanesi í 2-1 á 60.mínútu og níu mínútum fyrir leikslok gulltryggði Edda Mjöll Karlsdóttir sigurinn, 3-1.
FRAM situr eins og áður segir sem fastast í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki, en Fylkir og ÍA eru í efstu sætunum með sín hvor 13 stigin eftir fimm leiki.  Álftanes hefur sjö stig í fjórða sæti, en eftir fjóra leiki, og Haukar eru í fimmta sæti með sex stig, sömuleiðis eftir fjóra leiki.

Leikskýrslan.

1.deild kvenna – A-riðill.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!