Knattspyrnufélagið FRAM er í takt við tímann og hefur nú eignast sjálfstætt og sjálfbært líf á samfélagsmiðlinum Instagram. Instagram-myndir sem merktar eru félaginu birtast á heimasíðu þess, stuðningsmönnum og öðrum vonandi til gagns en einnig nokkurs gamans.
Notandanafn FRAM á Instagram er “framiceland” og á heimasvæðinu birtast myndir sem félagið ber sjálft ábyrgð á. Til þess að sjá myndirnar á þessum slóðum þurfa Instagram-notendur að gerast fylgjendur FRAM á Instagram, en þær birtast einnig, langflestar að minnsta kosti, í Instagram-glugganum á heimasíðunni.
Stuðningsfólk FRAM getur einnig birt Instagram-myndir sínar í þessum glugga á heimasíðunni með því að merkja myndirnar, eða hashtagga, #framiceland. Við hvetjum ykkur, ágætur FRAMarar, til að merkja myndir sem tengjast félaginu á einhvern hátt, hvort sem það eru myndir sem teknar eru í hita leiksins á vellinum, af stuðningsfólki, yngri flokka starfi eða þekktum og óþekktum FRÖMurum, svo dæmi séu tekin. Um að gera að láta sköpunargleðina ráða för. Það eina sem þarf að gera er að merkja viðkomandi mynd #framiceland.