fbpx
vba-jh - forbn - fors

FRAM heimsækir Gróttu í Borgunarbikarnum

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

FRAM dróst gegn Gróttu á útivelli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en dregið var í hádeginu í dag. Sex úrvalsdeildarlið voru í pottinum, eitt úr 1.deildinni og eitt úr 2.deild. Leikurinn á Seltjarnarnesi fer fram mánudaginn 8.júlí kl. 19.15.

Borgunarbikarkeppni karla | 8-liða úrslit:
ÍBV – KR | Sun.7.júlí kl. 17.00
Víkingur R. – Breiðablik | Sun.7.júlí kl. 19.15
Grótta – FRAM | Mán.8.júlí kl. 19.15
Fylkir – Stjarnan | Mán.8.júlí kl. 19.15

Næsti leikur FRAM á undan bikarleiknum gegn Gróttu er deildarleikur gegn FH í Kaplakrika 3.júlí og næsti á eftir er heimaleikur gegn KR 14.júlí.

FRAM situr sem stendur í sjöunda sæti Pepsideildar karla, hefur unnið þrjá af sjö deildarleikjum sínum, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Árangurinn á útivelli hljóðar upp á tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap. FRAM hefur skorað fimm mörk á útivelli í deildinni og fengið á sig annað eins.
FRAM vann Val í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar á útivelli 2-1 og lagði Víking í Ólafsvík eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum.  FRAM fær því þriðja útileikinn í Borgunarbikarkeppninni í 8-liða úrslitunum.
Grótta situr í áttunda sæti 2.deildar, hefur unnið tvo af sex deildarleikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Grótta hefur spilað tvo heimaleiki í deildinni, unnið annan þeirra og gerði jafntefli í hinum, hefur skorað eitt mark og ekki fengið neitt á sig.
Grótta vann KH á heimavelli í 1.umferð Borgunarbikarkeppninnar 3-0 og lagði Stál-Úlf 2-1 á útiveli í 16-liða úrslitunum.  Grótta vann Hött 3-1 í 32-liða úrslitum og Magna 3-2 í 16-liða úrslitum, en báðir þessir leikir fóru fram á Gróttuvelli. Grótta hefur leikið þrjá heimaleiki í Borgunarbikarkeppninni og einn útileik.

FRAM og Grótta hafa merkilegt nokk aðeins mæst einu sinni áður í kappleik á vegum KSÍ. FRAM vann viðureign liðanna í Visabikarnum 11.júní 2004 með fjórum mörkum gegn engu. Fróði Benjaminsen, Ómar Hákonarson, Heiðar Geir Júlíusson og Kristján Brooks skoruðu mörk FRAM í leiknum. Ríkharður Daðason, þjálfari FRAM, var í byrjunarliðinu í þessum leik og Daði Guðmundsson kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!