Bjarni Hólm Aðalstensson, sem staðið hefur vaktina í miðri vörn knattspyrnuliðs FRAM í sumar, verður frá æfingum og keppi í nokkrar vikur. Hann meiddist í leiknum gegn ÍBV sl. sunnudag og óljósar fregnir höfðu birst hér og þar þess efnis að hann yrði frá æfingum og keppni til lengri tíma.
Bjarni meiddist á hné eftir rúmlega tuttugu mínútna leik í Eyjum á sunnudag og fór þjáður af velli. Læknisskoðun hefur leitt í ljós að meiðslin halda honum frá æfingum og keppni í nokkrar vikur og gangi allt samkvæmt áætlun má reikna með því að hann verði kominn á fulla ferð fyrr en síðar.