fbpx
vba3 - fors2

FRAM tekur á móti Breiðabliki á sunnudag

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

FRAM tekur á móti Breiðabliki í níundu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu klukkan 19.15 á sunnudag.  FRAM situr í sjöunda sæti deildarinnar að átta umferðum loknum með ellefu stig, en Blikar eru í fjórða sæti með sextán stig.  FRAM hefur ekki tapað fyrir Breiðabliki í tæp fimm ár og hefur unnið þrjá síðustu leiki sína gegn Kópavogsliðinu.

FRAM hefur unnið þrjá af átta deildarleikjum sínum til þessa; gegn Víkingi Ólafsvík, Keflavík og Þór. Liðið gerði jafntefli við Fylki og Val, en tapaði leikjum sínum gegn ÍA, Stjörnunni og ÍBV.  Markatalan er 10-9, en FRAM hefur skorað 5 mörk í Laugardalnum og fengið á sig þrjú mörk.
Breiðablik hefur unnið fimm af átta deildarleikjum sínum; gegn Þór, ÍA, Víkingi Ólafsvík, Fylki og Val.  Blikar gerðu jafntefli við KR, en töpuðu fyrir ÍBV og FH.  Markatala Breiðabliks er 14-8, á útivelli hefur liðið skorað þrjú mörk en fengið á sig fimm.

FRAM hefur leikið átta deildarleiki í röð gegn Breiðabliki án þess að tapa og hefur unnið þrjá þá síðustu.  FRAM vann fyrri viðureign liðanna á Kópavogsvelli í fyrra 2-0 með mörkum Kristins Inga Halldórssonar og Jóns Gunnars Eysteinssonar og hafði svo betur í Laugardalnum 3-2.  Hólmbert Aron Friðjónsson, Kristinn Ingi og Almarr Ormarsson skoruðu mörk FRAM í leiknum.
Þessi taplausa hrina nær aftur til september 2008 og telur fjóra sigurleiki og fjögur jafntefli.  Breiðablik fagnaði síðast sigri gegn FRAM í september 2008, 3-0.  Marel Baldvinsson skoraði tvö marka Blika í leiknum og Alfreð Finnbogason það þriðja.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KR 8 7 1 0 20  –    7 13 22
2 FH 8 6 1 1 17  –    7 10 19
3 Stjarnan 8 5 2 1 12  –    7 5 17
4 Breiðablik 8 5 1 2 14  –    8 6 16
5 Valur 8 4 3 1 17  –    9 8 15
6 ÍBV 8 4 3 1 11  –    6 5 15
7 Fram 8 3 2 3 10  –    9 1 11
8 Keflavík 8 2 1 5 10  –  16 -6 7
9 Þór 8 2 1 5 11  –  21 -10 7
10 ÍA 8 1 0 7   9  –  20 -11 3
11 Fylkir 8 0 2 6   7  –  16 -9 2
12 Víkingur Ó. 8 0 1 7   5  –  17 -12 1

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!