fbpx
Fram-Throttur6

FRAMstúlkur skunda á Skagann

Fram-Throttur6FRAM heimsækir ÍA í 1.deild kvenna í knattspyrnu í kvöld og verður flautað til leiks á Norðurálsvellinum klukkan 20. Skagastúlkur sitja taplausar á toppi deildarinnar með sextán stig, en FRAM situr í fimmta sæti með sjö stig.

Skagastúlkur hafa rúllað nokkuð sannfærandi í gegnum leikina sína sex í 1.deildinni í ár, hafa skorað 22 mörk og fengið á sig 1.  ÍA hefur fagnað sigri gegn BÍ/Bolungarvík, Tindastóli, Haukum, ÍR og Víkingi Ólafsvík og gerði jafntefli við Fylki, 1-1.  Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði fyrir Fylki í þeim, eina markið sem ÍA hefur fengið á sig í deildinni.
FRAM tapaði tveimur fyrstu leikjunum sínum í deildinni, gegn BÍ/Bolungarvík og Haukum, áður en fyrsti sigurleikurinn datt í hús; 4-1 gegn ÍR.  Þessum sigri var fylgt eftir með glæsibrag gegn Víkingi Ólafsvík, 2-0, en í fimmtu umferðinni gerði FRAM jafntefli við Tindastól á Sauðárkróki, 1-1.  FRAM tapaði hins vegar síðasta leik sínum, 1-3 gegn Álftanesi.

FRAM hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við ÍA í kvennaboltanum í gegnum tíðina og leita þarf aftur til ársins 1979 til að finna síðasta sigurleik.  Þá hafði FRAM betur í deildarleik 4-2, í fyrstu viðureign þessara liða í móti á vegum KSÍ, og það er eini sigurinn sem bláar hafa haft gegn þeim gulu í sjö leikjum.  Liðin mættust síðast í deildarleik árið 1988, þar sem ÍA fagnaði sigri 4-0, en þau mættust í Lengjubikarnum bæði í fyrra og í ár.  ÍA hafði betur 4-0 í fyrra og 9-1 í mars á þessu ári.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 ÍA 6 5 1 0 22  –    1 21 16
2 Fylkir 6 5 1 0 22  –    3 19 16
3 Álftanes 6 4 1 1 11  –    8 3 13
4 Haukar 6 3 0 3   7  –  10 -3 9
5 Fram 6 2 1 3   9  –  10 -1 7
6 Tindastóll 6 1 2 3   5  –  10 -5 5
7 Víkingur Ó. 6 1 2 3   4  –  12 -8 5
8 BÍ/Bolungarvík 7 1 1 5   6  –  20 -14 4
9 ÍR 7 0 3 4   6  –  18 -12 3

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!