FRAMstúlkur urðu í kvöld fyrstar til að leggja topplið ÍA að velli í A-riðli 1.deildar kvenna í knattspyrnu, en þær bláu höfðu sigur á Norðurálsvellinum 2-1.
Eyrún Rakel Agnarsdóttir skoraði fyrra mark FRAM eftir hálftíma leik og staðan í leikléi var 1-0. Sara Lissy Chontosh bætti við öðru marki fimm mínútum fyrir leikslok og gulltryggði þar með sigurinn, en Maren Leósdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA á nítugustu mínútu.
ÍA situr sem fyrr í efsta sæti A-riðils 1.deildar kvenna með 16 stig, jafnmörk og Fylkir. FRAM sigur í fjórða sæti með tíu stig.