fbpx
haf2 - fors - fotbn

FRAM og Breiðablik skildu jöfn í Laugardalnum

haf2 - fotbn
Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

FRAM og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í níundu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld. Jordan Halsman skoraði mark FRAM í fyrri hálfleik, Olgeir Sigurgeirsson jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok og bæði lið fengu færi á að skora fleiri mörk.

FRAM 1-1 Breiðablik (1-0)
1-0  Jordan Halsman 35.mín.
1-1  Olgeir Sigurgeirsson 84.mín.

FRAMarar sýndu ljómandi góð tilþrif í fyrri hálfleiknum í Laugardalnum í kvöld, voru hreyfanlegir og áræðnir og sköpuðu sér ágæt marktækifæri.  Bláir hefðu skorað þrjú, jafnvel fjögur, mörk í fyrri hálfleiknum hefði færanýtingin verið nokkurn veginn eðlileg, en Blikar sáu vart til sólar.  Eina mark hálfleiksins skoraði Jordan Halsman af smekkvísi, hamraði boltann í netið með skoti rétt fyrir utan teig eftir nokkuð þunga sókn og forystan í hálfleik var verðskulduð.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, grínaðist með það í þann mund sem síðari hálfleikurinn hófst að hann ætlaði að gera átta breytingar á liði sínu; hann gerði eina og Blikar sýndu allt aðra takta í síðari hálfleik.  Þá voru þeir meira og minna í bílstjórasætinu, náðu ágætum tökum á leiknum eftir því sem á leið og jöfnunarmarkið leit dagsins ljós sex mínútum fyrir leikslok.  Varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson komst í ágætt færi og gerði vel, lyfti boltanum yfir Ögmund og í netið.  Jafntefli er líklega sanngjörn niðurstaða, FRAMarar voru nánast einráðir í fyrri hálfleik en lenti í nokkru basli í þeim síðari.

Leikskýrslan.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!