fbpx
MFKA_2013-566fors

FRAM heimsækir FH í kvöld

Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson
Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson

FRAM fær það verðuga verkefni að heimsækja Íslandsmeistara FH í tíundu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld, en flautað verður til leiks á Kaplakrikavelli klukkan 20. FH hefur aðeins tapað einum deildarleik í sumar og situr í 2.sæti Pepsideildarinnar, en FRAM situr hins vegar í sjöunda sæti.

FH-ingar eru jafnir Stjörnumönnum að stigum í Pepsideildinni, en liðin eru fimm stigum á eftir toppliði KR.  FH hefur unnið sex af níu deildarleikjum sínum til þessa; gegn Keflavík, Þór, Breiðabliki, ÍA, Vikingi og Fylki, gert jafntefli við ÍBV og Val og tapað fyrir KR.  FH-ingar hafa skorað í öllum deildarleikjum sínum á leiktíðinni, mest gegn Víkingi (4) og Þór (3).  FH-ingar hafa fjórum sinnum haldið marki sínu hreinu; gegn Þór, Breiðabliki, ÍA og Víkingi.  Keflavík, ÍBV, Fylkir og Valur hafa skorað eitt mark gegn FH og KR-ingar skoruðu fjögur.  FH-ingar hafa fengið á sig mark í tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Fylki (2-1) og Val (1-1) og skorað sjö mörk í síðustu þremur leikjum, fjögur gegn Víkingi, tvö gegn Fylki og eitt gegn Val.
FRAM situr í sjöunda sæti Pepsideildarinnar með tólf stig.  FRAM hefur fagnað sigri gegn Víkingi, Keflavík og Þór, gert jafntefli við Fylki, Val og Breiðablik og tapað gegn ÍA, Stjörnunni og ÍBV.  FRAMarar hafa skorað í sex af níu deildarleikjum sínum (markalausir gegn ÍA, Stjörnunni og ÍBV), flest mörk gegn Þór (4).  FRAM skoraði tvö mörk gegn Víkingi og Keflavík.  FRAM hefur fengið á sig mark í öllum deildarleikjunum níu, eitt mark í átta leikjanna og tvö gegn ÍA.   FRAM hefur skorað fimm mörk í þremur síðustu leikjum sínum (fjögur gegn Þór og eitt gegn Breiðabliki) og fengið á sig þrjú.

FRAM hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn FH undanfarin ár.  FH vann báða leiki liðanna á síðustu leiktíð með sömu markatölu, 1-0, og hefur unnið sjö af átta síðustu leikjum sínum gegn FRAM.  FRAM nældi síðast í stig gegn FH þegar liðin gerðu jafntefli í Kaplakrika í september 2011, 1-1.  Orri Gunnarsson jafnaði þá metin fyrir FRAM þremur mínútum fyrir leikslok.
FRAM fagnaði síðast sigri gegn FH í september 2008, en þá höfðu bláir betur á Laugardalsvelli 4-1.  FRAM hefur hins vegar ekki haft betur gegn FH í Kaplakrika síðan í júní 2003, 3-2.  Andri Fannar Ottósson skoraði fyrra mark FRAM í leiknum og Kristján Brooks tvö þau síðari.  Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í byrjunarliði Hafnfirðinga í þessum leik og á bekknum hjá FRAM sat ungur og bráðefnilegur Seyðfirðingur, Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

FH-Fram - Pepsi 10 - 030713

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KR 9 8 1 0 23  –    9 14 25
2 FH 9 6 2 1 18  –    8 10 20
3 Stjarnan 9 6 2 1 13  –    7 6 20
4 Breiðablik 9 5 2 2 15  –    9 6 17
5 Valur 9 4 4 1 18  –  10 8 16
6 ÍBV 9 4 3 2 11  –    7 4 15
7 Fram 9 3 3 3 11  –  10 1 12
8 Þór 9 3 1 5 14  –  22 -8 10
9 Keflavík 9 2 1 6 11  –  19 -8 7
10 Víkingur Ó. 9 1 1 7   6  –  17 -11 4
11 ÍA 9 1 0 8   9  –  21 -12 3
12 Fylkir 9 0 2 7   9  –  19 -10 2

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!