fbpx
FRAM-VikingurHK2012b

Tap gegn Fylki á heimavelli | Fylkisstúlkur enn taplausar

FRAM-VikingurHK2012bFRAM tapaði fyrir Fylki 1-2 í áttundu umferð 1.deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld og situr því enn í fimmta sæti deildarinnar, en Fylkisstúlkur eru taplausar í deildinni og eiga góða möguleika á að skjótast á toppinn.

FRAM 1-2 Fylkir (0-1)
0-1  Rakel Jónsdóttir 22.mín.
1-1  Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir 66.mín.
1-2  Anna Björg Björnsdóttir 76.mín.

Rakel Jónsdóttir skoraði fyrir Fylki eftir rúmlega tuttugu mínútna leik á FRAMvellinum í Úlfarsárdalog það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.  Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir jafnaði metin fyrir FRAM um miðjan síðari hálfleik, skoraði þá sitt sjöunda mark í átta leikjum, en hún er næstmarkahæst í deildinni.  Fylkisstúlkan Anna Björg Björnsdóttir er sú eina sem skorað hefur meira en Dagmar í deildnnni og hún tryggði sigur Árbæjarstúlkna með sínu níunda deildarmarki tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Næstu leikir FRAMstúlkna eru gegn Haukum á FRAMvellinum í Safamýri á þriðjudaginn kemur, 9.júlí, klukkan 20 og gegn BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli á laugardaginn eftir viku.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 ÍA 9 7 1 1 27  –    4 23 22
2 Fylkir 7 6 1 0 24  –    4 20 19
3 Álftanes 8 4 2 2 11  –    9 2 14
4 Haukar 8 4 1 3 12  –  10 2 13
5 Fram 8 3 1 4 12  –  13 -1 10
6 Tindastóll 8 2 3 3 11  –  10 1 9
7 Víkingur Ó. 7 1 2 4   4  –  17 -13 5
8 BÍ/Bolungarvík 9 1 2 6   7  –  23 -16 5
9 ÍR 8 0 3 5   6  –  24 -18 3

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email