fbpx
MFKA_2013-579-fors

FRAM heimsækir Gróttu í Borgunarbikarnum í kvöld

MFKA_2013-579FRAM heimsækir Gróttu í síðasta leik 8-liða úrslita Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld, en flautað verður til leiks á Gróttuvelli klukkan 19.15.  KR, Stjarnan og Breiðablik tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum keppninnar og í kvöld bætist fjórða og síðasta liðið í pottinn.

Þetta er aðeins í annað sinn sem FRAM og Grótta mætast í kappleik á vegum KSÍ.  Liðin áttust við í Visabikarkeppninni sem þá var og hét í júní 2004.  FRAM hafði sigur á Laugardalsvelli 4-0 og skoruðu Fróði Benjaminsen, Ómar Hákonarson, Heiðar Geir Júlíusson og Kristján Brooks mörk FRAMara, sem léku undir stjórn Ion Geolgau og skörtuðu m.a. Ríkharði Daðasyni í byrjunarliði og Daða Guðmundssyni á bekknum.

Grótta situr sem stendur í sjötta sæti 2.deildar karla, hefur unnið fimm af níu leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað fjórum leikjum.  Markatalan er 11-10.  Grótta hefur spilað fjóra heimaleiki í deildinni, unnið tvo þeirra, gert eitt jafntefli og tapað einum.  Eina liðið sem fagnað hefur þar útisigri er HK.
Grótta hefur spilað þrjá heimaleiki og einn útileik í Borgunarbikarkeppninni.  Seltirningar hafa unnið KH, Hött og Magna á heimavelli og Stál-Úlf á útivelli.

FRAM situr í áttunda sæti Pepsideildar karla, hefur unnið þrjá af tíu leikjum sínum, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum leikjum.  Markatalan er 12-12.  Árangurinn á útivelli hljóðar upp á tvo sigra, eitt jafntefli og þrjú töp.  Sigurleikirnir tveir eru gegn Víkingi og Keflavík.
FRAM hefur spilað báða bikarleiki sína til þessa á útivelli, vann Val 2-1 og Víking 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.

Við hvetjum að sjálfsögðu FRAMara nær og fjær til að fjölmenna á Gróttuvöllinn í kvöld og láta vel í sér heyra.  Sæti í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar er í húfi og stuðningurinn er mikilvægur.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!