fbpx
MFKA_2013-517fors

FRAM fær heimaleik gegn Breiðabliki í Borgunarbikarnum

MFKA_2013-517
Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson

FRAM dróst gegn Breiðabliki á heimavelli í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en dregið var í hádeginu í dag.  Í hinni undanúrslitaviðureigninni tekur Stjarnan á móti KR.

Þetta er í sjötta sinn sem FRAM og Breiðablik mætast í bikarkeppni KSÍ og í fyrsta sinn síðan þau mættust í úrslitaleik Visabikarsins árið 2009.  Þá fögnuðu Blikar sigri eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.
FRAM vann fyrsta bikarleik sinn gegn Breiðabliki árið 1966 með fimm mörkum gegn einu, Blikar skoruðu eina markið í bikarleik liðanna 1971 og unnu 2-0 árið 1978.  FRAM hefndi ófaranna árið eftir, 1979, og fagnaði þá sigri 3-1.  Breiðablik hefur því unnið þrjá af þessum fimm bikarleikjum sem að baki eru og FRAM tvo.

FRAM og Breiðablik mættust í Pepsideildinni í lok júní og skildu þá jöfn á Laugardalsvelli, 1-1.  FRAM vann báða deildarleiki liðanna á síðustu leiktíð, 3-2 í Laugardalnum og 2-0 á Kópavogsvelli.

Leikirnir í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar fara fram 31.júlí og 1.ágúst.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!