Handknattleiksdeild FRAM hefur tilkynnt þátttöku meistaraflokks kvenna í evrópukeppni næsta vetur. Nú verður það þátttaka í EHF Cup annað árið í röð.
Þetta verður 6 árið í röð sem Meistaraflokkur kvenna FRAM tekur þátt í Evrópukeppni og er ekki ólíklegt að þetta fari að verða lengsta samfellda þátttaka meistaraflokks kvenna íslensks liðs í evrópukeppni. Þegar FRAM tók þátt veturinn 2008 – 2009 var það í fyrsta sinn eftir langt hlé, en þar áður hafði FRAM síðast tekið þátt veturinn 1995 – 1996. Það varð því 12 – 13 ára hlé á þátttöku FRAM í evrópukeppni.
Við skulum aðeins rifja upp þessa þátttöku undanfarin ár.
Veturinn 2008 – 2009 – Challenge Cup
FRAM – RK Olimija
Þennan vetur átti FRAM rétt til þáttöku í Challenge Cup. Mótherjarnir voru RK Olimpija fá Sloveniu. Báðir leikirnir fóru fram í Lubljana og töpuðust nokkuð stórt. Fyrri leikurinn 42 – 23 og var Þórey Rósa Stefánsdóttir markahæst í lið i FRAM með 7 mörk. Seinni leikurinn tapaðist einnig en nú með heldur minni mun 36 – 27, og nú var Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæst með 7 mörk.
Veturinn 2009 – 2010 – Challenge Cup
FRAM – Anadolu University S.C.
Aftur átti FRAM rétt til þáttöku í Challenge Cup. Það var langt ferðalag sem FRAM fór í í fyrstu leikina í evrópukeppnina þennan vetur. Mótherjarnir voru Anadolu Universitu S.C. frá Tyrklandi. Báðir leikirnir fóru fram í Eskisehir í Tyrklandi. FRAM sigraði í báðum leikjunum. Þeim fyrri 30 – 27 og var Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæst með 10 mörk. Þann seinni sigraði FRAM 30 – 20 og var Stella Sigurðardóttir markajæst með 8 mörk.
FRAM – RK Tresnjevka
Næstu mótherjar FRAM voru RK Tresnjevka frá Króatíu. Báðir leikirnir fóru fram hér heima. FRAM sigraði í fyrri leiknum 31 – 26, þar sem Karen Knútsdóttir skoraði 9 mörk. FRAM sigraði einnig í seinni leiknum 39 – 25 og þá varð Marthe Sördal markahæst með 9 mörk. Með þessum sigri var fram komið í átta liða úrslit í keppninni.
FRAM – HC Metalurg
Í átta liða úrslitum dróst FRAM á móti HC Metalurg frá Makedóníu. Það varð að ráði sökum kostnaðar að báðir leikirnir færu fram í Makedóníu í mars 2010. Fyrri leikinn sigraði FRAM nokkuð óvænt 29 – 26. Karen Knúsdóttir og Stella Sigurðardóttur skoruðu báðar 8 mörk í leiknum. Í seinni leiknum fór allt hins vegar á versta veg og FRAM tapaði honum 21 – 15 og var því naumlega úr leik þetta árið. Marthe Sördal varð markahæst með 5 mörk. Það munaði því ekki miklu að FRAM kæmist í undanúrslit í keppninni þetta ár.
Veturinn 2010 – 2011 – Cup Winners´Cup
FRAM – LC Brühl Handball
Sem bikarmeistarar þá átti FRAM þennan vetur rétt til þátttöku í Cup Winners´ Cup. Fyrsti mótherjinn var LC Brühl Handball frá St. Gallen í Sviss. Báðir leikirnir fóru fram í St. Gallen í Sviss. Fyrri leikinn sigraði FRAM 26 – 25 nokkuð óvænt held ég. Markahæst varð Karen Knútsdóttir með 9 mörk. Seinni leikinn sigraði FRAM örugglega 25 – 31 og varð Stella Sigurðardóttir nú markahæst með 9 mörk.
FRAM – Podatkova University
Næstu mótherjar voru Podatkova University frá Úkraínu. FRAM keypti báða leikin hingað heim, sem tókst vel. FRAM sigraði örugglega í fyrri leiknum 36 – 21, þar sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Marthe Sördal skoruðu allar 6 mörk. Seinni leikinn vann FRAM einnig örugglega 31 – 24 og þá varð það Sigurbjörg sem varða aftur markhæst með 8 mörk.
FRAM – HSG Blomberg-Lippe
Í 16 liða úrslitum dróst FRAM gegn HSG Blomberg Lippe frá Þýskalandi. Eftir langar samningaviðræður þá varð úr að báðir leikirnir færu fram hér á landi. Fyrri leikinn sigraði Blomberg Lippe 26 – 24 eftir að hafa haft örugga forystu í hálfleik. Markahæðst varð Stella Sigurðardóttir með 9 mörk. Seinni leikinn sigraði Blomberg Lippe einnig ennú með 1 marki 30 – 29. Markahæstar urðu Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir báðar með 8 mörk.
Tveir leikmenn FRAM vöktu áhuga forsvarsmanna þýskaliðsins og veturinn eftir fóru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir til Þýskalands og léku með þýska liðinu.
Veturinn 2011 – 2012 – Cup Winners´Cup
FRAM – Alcoa FKC
Þennan vetur var byrjað á að halda til Ungverjalands. Mótherjarnir voru Alcoa FKC frá borginni með þægilega nafnið, Szekesferhervar. Ungverska liðið var helst til sterkt fyrir FRAM og sigraði það 31 – 22 í fyrri leiknum. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með 6 mörk. FRAM stóð sig betur í seinni leiknum en Alcoa sigraði engu að síður 29 – 26. Elísabet varð aftur markahæst með 10 mörk.
Þátttöku FRAM var því lokið í evrópukeppninni þennan veturinn.
Veturinn 2012 – 2013 – EHF Cup
FRAM – Tertnes Bergen
Síðastliðinn vetur tók FRAM þátt í EHF Cup. Þetta var í fyrsta sinn sem FRAM tók þátt í EHF Cup síðan veturinn 1994 – 1995. Mótherjar FRAM í fyrstu umferð var hið geysisterka lið Tertnes Bergen frá Noregi. Samið var við norska liðið um að báðir leikirnir færu fram hér á landi. Tertnes sigraði í fyrri leiknum nokkuð örugglega 35 – 21. Elísabet Gunnarsdóttir, Birna Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir skoruðu allar 5 mörk í leiknum. Í seinni leiknum þá kom allt annað FRAM lið til leiks og sigraði norska liðið 21 – 18, þar sem Stella Sigurðardóttir var markahæst með 6 mörk. Þátttöku FRAM lauk því snemma síðast liðinn vetur.