fbpx
922726_10151573806349650_93682419_n

FRAM tekur þátt í Evrópukeppni næsta vetur

Fram-Valur-bikar-SJ4Handknattleiksdeild FRAM hefur tilkynnt þátttöku meistaraflokks kvenna í evrópukeppni næsta vetur.  Nú verður það þátttaka í EHF Cup annað árið í röð.

Þetta verður 6 árið í röð sem Meistaraflokkur kvenna FRAM tekur þátt í Evrópukeppni og er ekki ólíklegt að þetta fari að verða lengsta samfellda þátttaka meistaraflokks kvenna íslensks liðs í evrópukeppni.  Þegar FRAM tók þátt veturinn 2008 – 2009 var það í fyrsta sinn eftir langt hlé, en þar áður hafði FRAM síðast tekið þátt veturinn 1995 – 1996.  Það varð því 12 – 13 ára hlé á þátttöku FRAM í evrópukeppni.

Við skulum aðeins rifja upp þessa þátttöku undanfarin ár.

Veturinn 2008 – 2009 – Challenge Cup

FRAM – RK Olimija

Þennan vetur átti FRAM rétt til þáttöku í Challenge Cup.  Mótherjarnir voru RK Olimpija fá Sloveniu.  Báðir leikirnir fóru fram í Lubljana og töpuðust nokkuð stórt.  Fyrri leikurinn 42 – 23 og var Þórey Rósa Stefánsdóttir markahæst í lið i FRAM með 7 mörk.  Seinni leikurinn tapaðist einnig en nú með heldur minni mun 36 – 27, og nú var Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæst með 7 mörk.

Veturinn 2009 – 2010 – Challenge Cup

FRAM – Anadolu University S.C.

Aftur átti FRAM rétt til þáttöku í Challenge Cup.  Það var langt ferðalag sem FRAM fór í í fyrstu leikina í evrópukeppnina þennan vetur.  Mótherjarnir voru Anadolu Universitu S.C.  frá Tyrklandi.  Báðir leikirnir fóru fram í Eskisehir í Tyrklandi.  FRAM sigraði í báðum leikjunum.  Þeim fyrri 30 – 27 og var Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæst með 10 mörk.  Þann seinni sigraði FRAM 30 – 20 og var Stella Sigurðardóttir markajæst með 8 mörk.

FRAM – RK Tresnjevka

Næstu mótherjar FRAM voru RK Tresnjevka frá Króatíu.  Báðir leikirnir fóru fram hér heima.  FRAM sigraði í fyrri leiknum 31 – 26, þar sem Karen Knútsdóttir skoraði 9 mörk.  FRAM sigraði einnig í seinni leiknum 39 – 25 og þá varð Marthe Sördal markahæst með 9 mörk.  Með þessum sigri var fram komið í átta liða úrslit í keppninni.

FRAM – HC Metalurg

Í átta liða úrslitum dróst FRAM á móti HC Metalurg frá Makedóníu.  Það varð að ráði sökum kostnaðar að báðir leikirnir færu fram í Makedóníu í mars 2010.  Fyrri leikinn sigraði FRAM nokkuð óvænt 29 – 26.  Karen Knúsdóttir og Stella Sigurðardóttur skoruðu báðar 8 mörk í leiknum. Í seinni leiknum fór allt hins vegar á versta veg og FRAM tapaði honum 21 – 15 og var því naumlega úr leik þetta árið.  Marthe Sördal varð markahæst með 5 mörk.  Það munaði því ekki miklu að FRAM kæmist í undanúrslit í keppninni þetta ár.

Veturinn 2010 – 2011 – Cup Winners´Cup

FRAM – LC Brühl Handball

Sem bikarmeistarar þá átti FRAM þennan vetur rétt til þátttöku í Cup Winners´ Cup.  Fyrsti mótherjinn var LC Brühl Handball frá St. Gallen í Sviss.  Báðir leikirnir fóru fram í St. Gallen í Sviss.  Fyrri leikinn sigraði FRAM 26 – 25 nokkuð óvænt held ég.  Markahæst varð Karen Knútsdóttir með 9 mörk.  Seinni leikinn sigraði FRAM örugglega 25 – 31 og varð Stella Sigurðardóttir nú markahæst með 9 mörk.

FRAM – Podatkova University

Næstu mótherjar voru Podatkova University frá Úkraínu.  FRAM keypti báða leikin hingað heim, sem tókst vel.  FRAM sigraði örugglega í fyrri leiknum 36 – 21, þar sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Marthe Sördal skoruðu allar 6 mörk.  Seinni leikinn vann FRAM einnig örugglega 31 – 24 og þá varð það Sigurbjörg sem varða aftur markhæst með 8 mörk.

FRAM – HSG Blomberg-Lippe

Í 16 liða úrslitum dróst FRAM gegn HSG Blomberg Lippe frá Þýskalandi.  Eftir langar samningaviðræður þá varð úr að báðir leikirnir færu fram hér á landi.  Fyrri leikinn sigraði Blomberg Lippe 26 – 24 eftir að hafa haft örugga forystu í hálfleik.  Markahæðst varð Stella Sigurðardóttir með 9 mörk.  Seinni leikinn sigraði Blomberg Lippe einnig ennú með 1 marki 30 – 29.  Markahæstar urðu Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir báðar með 8 mörk.

Tveir leikmenn FRAM vöktu áhuga forsvarsmanna þýskaliðsins og veturinn eftir fóru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir til Þýskalands og léku með þýska liðinu.

Veturinn 2011 – 2012 – Cup Winners´Cup

FRAM – Alcoa FKC

Þennan vetur var byrjað á að halda til Ungverjalands.  Mótherjarnir voru Alcoa FKC frá borginni með þægilega nafnið, Szekesferhervar.  Ungverska liðið var helst til sterkt fyrir FRAM og sigraði það 31 – 22 í fyrri leiknum.  Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með 6 mörk.  FRAM stóð sig betur í seinni leiknum en Alcoa sigraði engu að síður 29 – 26.  Elísabet varð aftur markahæst með 10 mörk.

Þátttöku FRAM var því lokið í evrópukeppninni þennan veturinn.

Veturinn 2012 – 2013 – EHF Cup

FRAM – Tertnes Bergen

Síðastliðinn vetur tók FRAM þátt í EHF Cup.  Þetta var í fyrsta sinn sem FRAM tók þátt í EHF Cup síðan veturinn 1994 – 1995.  Mótherjar FRAM í fyrstu umferð var hið geysisterka lið Tertnes Bergen frá Noregi.  Samið var við norska liðið um að báðir leikirnir færu fram hér á landi.  Tertnes sigraði í fyrri leiknum nokkuð örugglega 35 – 21.  Elísabet Gunnarsdóttir, Birna Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir skoruðu allar 5 mörk í leiknum.  Í seinni leiknum þá kom allt annað FRAM lið til leiks og sigraði norska liðið 21 – 18, þar sem Stella Sigurðardóttir var markahæst með 6 mörk.  Þátttöku FRAM lauk því snemma síðast liðinn vetur.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!