fbpx
image (3)fors

FRAMstúlkur höfðu betur gegn stöllum sínum í Haukum

Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

FRAM fagnaði í kvöld sigri gegn Haukum, 2-1, í 1.deild kvenna í knattspyrnu og hefur komið sér fyrir í hópi þriggja liða sem elta toppliðin tvö af miklum myndarskap.

Haukastúlkur náðu forystunni í leiknum í Safamýri í kvöld þegar Hildigunnur Ólafsdóttir skoraði og það strax á níundu mínútu.  Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir hleypur um á hinum margfrægu markaskóm nú um stundir og hún skoraði sitt áttunda mark í níu leikjum þegar hún jafnaði metin eftir tæplega hálftíma leik, 1-1.  Systir Dagmarar, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, skoraði svo markið sem réði úrslitum eftir tæplega klukkustundar leik, 2-1 fyrir FRAM.

FRAMstúlkur sitja sem fyrr í fimmta sæti 1.deildar kvenna, en eru nú jafnar Haukastúlkum að stigum og aðeins stigi á eftir Álftnesingum, sem þó eiga leik til góða.  FRAM hefur þegar unnið tvö af liðunum sem sitja í fjórum efstu sætunum; Hauka og ÍA, og eru eina liðið sem fagnað hefur sigri gegn toppliðinu af Skaganum.

Leikskýrslan.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 ÍA 9 7 1 1 27  –    4 23 22
2 Fylkir 7 6 1 0 24  –    4 20 19
3 Álftanes 8 4 2 2 11  –    9 2 14
4 Haukar 9 4 1 4 13  –  12 1 13
5 Fram 9 4 1 4 14  –  14 0 13
6 Tindastóll 8 2 3 3 11  –  10 1 9
7 Víkingur Ó. 7 1 2 4   4  –  17 -13 5
8 BÍ/Bolungarvík 9 1 2 6   7  –  23 -16 5
9 ÍR 8 0 3 5   6  –  24 -18 3

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!