
Leikur FRAM og KR í Pepsideild karla í knattspyrnu á sunnudaginn kemur, 14.júlí, hefur verið færður aftur um fimm klukkustundir, eða til klukkan 21.00.
Upphaflega var ráðgert að leikurinn færi fram klukkan 16 á sunnudag, en tímasetningum leikja hér heima þennan dag er þröngt sniðinn stakkurinn vegna leiks Íslands og Þýskalands á EM kvenna í Svíþjóð. Þá spilar Evrópuþátttaka KR-inga sömuleiðis inn í, en eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að færa leikinn aftur til klukkan 21.00.
Leikið verður undir flóðljósum á fögru sumarkvöldi á sunnudag og afskaplega erfitt að finna afsökun fyrir því að mæta ekki í Laugardalinn til að slá botninn í góða helgi.