fbpx
MFKA_2013-501-fors

Stúlkurnar heimsækja “skástrikið” | Piltarnir taka á móti KR

image (5)
Mynd: Fótbolti.net

Meistaraflokkslið FRAM í knattspyrnu standa bæði í stórræðum þessa helgina.  Kvennaliðið fer til Ísafjarðar og etur þar kappi við BÍ/Bolungarvík í 1.deildinni á laugardag og piltarnir taka á móti KR í Pepsideildinni á sunnudagskvöld.  Athygli er vakin á breyttum leiktíma, en flautað verður til leiks í Laugardalnum klukkan 21.

BÍ/Bolungarvík – FRAM | Torfnesvöllur | Laugardagur 13.júlí kl. 14.00
Þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem “skástrikið” og FRAM mætast í 1.deildinni, en Strandakonur unnu fyrri leikinn í fyrstu umferðinni 3-0.  Leiksins verður líklega minnst um ókomna tíð sem “leiks hinna glötuðu marktækifæra”; úrslitin gefa engan veginn rétta mynd af gangi mála.
Liðin mættust í tvígang í deildinni í fyrra og FRAM fagnaði sigri í báðum leikjunum.  Fyrri leikurinn, fyrsta viðureign liðanna frá upphafi, fór fram á Torfnesvellinum í júní og lauk konum með sigri FRAM, 4-0.  FRAM vann síðari leikinn í Úlfarsárdalnum í ágúst 4-1.
FRAM situr sem stendur í fimmta sæti A-riðils 1.deildar kvenna með 13 stig eftir níu leiki; fjóra sigra, eitt jafntefli og fjögur töp.  FRAM hefur jafnmörg stig og Haukar, er stigi á eftir Álftanesi og níu stigum á eftir toppliðum ÍA og Fylkis, sem á leik til góða.  BÍ/Bolungarvík situr í áttunda og næstneðsta sæti með 5 stig eftir níu leiki; einn sigur (gegn FRAM), tvö jafntefli og sex tapleiki.

MFKA_2013-501
Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson

FRAM – KR | Laugardalsvöllur | Sunnudagur 14.júlí kl. 21.00
Topplið KR heimsækir Laugardalinn á sunnudagskvöldið og á möguleika á að auka forskot sitt á toppi Pepsideildinnar.  Vesturbæingar hafa sem stendur tveggja stiga forystu á FH og Stjörnuna, eiga leik til góða á Garðbæinga og tvo leiki á Hafnfirðinga.  FRAM situr í áttunda sæti, þrettán stigum á eftir toppliði KR.
FRAM hefur ekkert vegnað neitt sérstaklega gegn KR undanfarin misseri og löngu orðið tímabært að snúa þeirri þróun til betri vegar.  Uppskeran í síðustu sjö leikjum er eitt stig og það vannst í jafntefli á KR-vellinum í ágúst í fyrra, 1-1.  Þar með var endir bundinn á sjö leikja sigurgöngu KR gegn FRAM, hrinu sem teygir sig aftur til júní 2009.  Þá hafði FRAM betur gegn KR á Laugardalsvelli með tveimur mörkum Hjálmars Þórarinssonar og einu marki Almarrs Ormarssonar, 3-0.  Það er síðasti deildarsigur FRAM gegn KR, en bláir höfðu reyndar betur gegn þeim svart-hvítu í Visabikarnum í september þetta sama ár, 1-0.  Joe Tillen skoraði eina markið í þeim leik.
KR hefur unnið átta af níu deildarleikjum sínum á þessari leiktíð, eina jafnteflið var gegn Blikum í fimmtu umferð.  KR-ingar fengu aðeins á sig eitt mark í fjórum fyrstu umferðum Pepsideildarinnar, gegn Stjörnunni í fyrstu umferð, en þeir hafa ekki haldið hreinu síðan í fjórðu umferð og hafa fengið á sig sjö mörk í fjórum síðustu leikjum sínum (tvö gegn FH og ÍA, eitt gegn Víkingi og tvö gegn Fylki).  Í þessum fjórum leikjum hafa þeir hins vegar skorað þrettán mörk og fagnað sigri í þeim öllum (fjögur gegn FH og ÍA, tvö gegn Víkingi, þrjú gegn Fylki).
FRAMarar hafa uppskorið fjögur stig í fjórum síðustu leikjum; sigur gegn Þór, jafntefli gegn Breiðabliki og tapleikir gegn ÍBV og FH.  FRAM hefur í þessum fjórum leikjum skorað sex mörk (fjögur gegn Þór, eitt gegn Breiðabliki og eitt gegn FH), en fengið á sig fimm (eitt gegn Þór, ÍBV og Breiðabliki og tvö gegn FH).

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!