fbpx
Íris Smith - fors

Samið við þrjár efnilegar handboltastúlkur

Íris Smith
Íris Kristín Smith

Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá samningum við fleiri unga og efnilega leikmenn sem gerðar eru vonir um að verði í lykilhlutverkum í meistaraflokki kvenna á komandi árum.

Íris Kristín Smith
 Íris er fædd í maí 1994 og er því nýlega orðin 19 ára.
Íris leikur í stöðu vinstri hornamanns en hefur einnig leikið í hægra horni.
Íris var viðloðandi æfingahóp meistaraflokks kvenna á síðasta ári.
Íris hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands.

Hafdís Lilja Torfadóttir
 Hafdís er fædd í júlí 1997 og er því ný orðin 16 ára.
Hafdís er markmaður.
Hafdís hefur verið í æfingahópi meistaraflokks kvenna undanfarið.  Hún lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokki veturinn 2011 – 2102, þá einungis 14 ára gömul.
Hafdís hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Hulda Dagsdóttir
 Hulda er fædd í janúar 1997 og er því nýlega orðin 16 ára.
Hulda leikur í stöðu vinstri skyttu og miðjumanns.
Hulda hefur á undanförnum árum átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir handknattleiksdeild FRAM að hafa samið við þessar stúlkur og væntir FRAM mikils af þeim á næstu árum. Þær munu vonandi leika stórt hlutverk í öflugu liði meistaraflokks kvenna um ókomin ár.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!