fbpx
image-fors

Tap gegn ÍR í Breiðholti

image
Mynd: Fótbolti.net

Kvennalið FRAM í knattspyrnu mátti sætta sig við tap gegn ÍR, 1-2, í 1.deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.  ÍR skoraði mörkin sín bæði í fyrri hálfleik, en Dagmar Ýr Arnardóttir skoraði mark FRAM í síðari hálfleik.

Fyrir leikinn í gær hafði ÍR aðeins unnið einn leik í deildinni, gegn Víkingi í Ólafsvík í síðustu viku, og hafði m.a. tapað gegn FRAM strax í annarri umferð 1-4.  FRAM mætti til leiks í gær með tvo sigurleiki í röð í farteskinu og hafði reyndar unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum.  Hafdís Erla Valdimarsdóttir og Hildur Egilsdóttir skoruðu fyrir ÍR i fyrri hálfleik í gær og komu heimaliðinu í 2-0, en Dagmar Ýr Arnardóttir minnkaði muninn fyrir FRAM um miðjan síðari hálfleikinn.

FRAM situr áfram í fjórða sæti A-riðils 1.deildar og mátti illa við því að tapa stigum í gær, hefði með sigri getað nálgast topplið efstu liðin.  ÍR þokaði sér með sigrinum fjær botnliðum BÍ/Bolungarvíkur og Víkings frá Ólafsvík.

Leikskýrslan.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Fylkir 9 8 1 0 41  –    4 37 25
2 ÍA 10 8 1 1 32  –    8 24 25
3 Álftanes 10 5 2 3 13  –  13 0 17
4 Fram 11 5 1 5 17  –  17 0 16
5 Haukar 10 4 1 5 14  –  14 0 13
6 Tindastóll 9 2 3 4 15  –  15 0 9
7 ÍR 10 2 3 5 11  –  27 -16 9
8 BÍ/Bolungarvík 10 1 2 7   8  –  25 -17 5
9 Víkingur Ó. 9 1 2 6   6  –  34 -28 5

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!