fbpx
MFKA_2013-576fors

Steven Lennon til liðs við Sandnes Ulf

Mynd: Facebook/SandnesUlf
Mynd: Facebook/SandnesUlf

Steven Lennon, sem undanfarin tvö ár hefur leikið með FRAM í Pepsideild karla í knattspyrnu, er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Sandnes Ulf. Lennon skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við norska félagið í dag.

Lennon leikur kveðjuleik sinn með FRAM á mánudaginn næsta þegar Víkingar frá Ólafsvík koma í heimsókn í Laugardalinn.

Lennon, sem er 25 ára, gekk til liðs við Fram í júlí 2011, lék 42 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skoraði í þeim 16 mörk. Er honum þakkað dýrmætt framlag til félagsins og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!