fbpx
FRAM símamótsmeistari 6fl kvk-fors

FRAMarar létu að sér kveða á Símamótinu

FRAM símamótsmeistari 6fl kvkSímamótinu í knattspyrnu lauk með glæsibrag í gær. Um 1.700 keppendur frá 34 félögum skipuðu 240 lið sem spiluðu 900 leiki á mótinu.  FRAM sendi til keppni 9 lið, 58 keppendur, sem spiluðu 72 leiki.

Við óskum framtíðar FRAMstjörnum góðs gengis í FRAM-tíðinni og minnum á að allar stelpurnar sem voru að spila á Evrópumótinu í Svíþjóð hafa spilað á Símamótinu. Það er gaman að segja frá því að blái liturinn var ansi áberandi á svæðinu 🙂

Með félaginu fylgdu 5 þjálfarar og 18 liðsstjórar, auk fjölda foreldra sem ekki létu sitt eftir liggja.  Þáttur liðsstjóra og annarra foreldra er hvað mikilvægastur í svona stóru móti.
Hafi þeir þökk fyrir frábært samstarf og gott starf fyrir sitt lið.

FRAMbíllinn var á sínum stað, en í honum var starfsrækt glæsilegt kaffihús, þar sem allir gátu fengið sér í gogginn sér að kostnaðaralausu. Þökkum við öllum foreldrum fyrir hjálpina við að fylla bílinn af góðgæti

Það var mjög bjart yfir öllum liðunum og heilmiklar framfarir sjánlegar en við viljum taka það fram að mjög margar stelpur byrjuðu að æfa í vetur og sumar bara rétt fyrir mót.  Það var séstaklega gaman að sjá hversu miklar framfarirnar eru, flott hjá ykkur stelpur.
Aðalatriðið er auðvitað Ólympíuhugsjónin, þ.e. að vera með og hafa gaman að.

Til gamans má geta þess að einn bikar kom í hús, en FRAM 2 – 6.flokkur sigraði í sínum riðli, vann gullið og fór heim með bikar.  Glæsilegt stelpur!

Hér eru svo myndir frá Kjartani Valgarðssyni, þar sem sjá má hvernig FRAMARAR leystu lokaleikinn, FRAM gegn FRAM (þessi staða kom upp fjórum sinnum).  Þar var liðunum blandað saman og gamalreyndar knattspyrnumömmur voru á milli stanganna.  Ekki má gleyma hinum geðþekka Hilmari, en hann tók að sér dómgæsluna og allir skemmtu sér kongunlega.
Sjá nánar hér http://www.flickr.com/photos/kjartanvalgardsson/sets/72157634739873367/

ÞIÐ ERIÐ ALLAR SIGURVERAR – ÁFRAM FRAM.

Með kærri kveðju frá þjálfurum,
Áslaug,Jenný, Siggi og Biggi

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!