Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til leiks á eitt skemmtilegasta golfmót sumarsins, FRAM Open 2013. Mótið fer fram á Selsvelli á Flúðum á föstudaginn kemur, 26.júlí.
FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum FRÖMurum og velunnurum félagsins og stemmningin sem skapast hefur gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap.
FRAM Open 2013 fer fram föstudaginn 26.júlí og hefst klukkan 13.00. Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr.
Skráning er hafin hér á Fram.is og er skráningarformið að finna hér að neðan. Fylla þarf út alla reiti og rétt er að benda á að í þeim síðasta (óskir um holl) er nóg að setja inn nöfn meðspilara eða nafn hópsins, ef það er til.
Keppnisgjaldið er kr. 7.300.- og er það greitt á keppnisstað á leikdegi.
[contact-form-7 id=”3560″ title=”FRAM Open 2013″]