fbpx
Ljósmynd JGK

Handboltanámskeið fyrir 12-16 ára í ágúst

Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM byrjar veturinn með stæl og heldur handboltanámskeið
fyrir krakka á aldrinum 12 – 16 ára í íþróttahúsi Fram í  Safamýri í ágúst.
Námskeiðið verður með svipuðu sniði og námskeiðið sem haldið var í júlí.

Námskeiðið verður 6. – 16. ágúst 2013 frá kl. 13:00-15:00 fyrir
stráka og stelpur fædd 1997 til 2001.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

  • Haraldur Þorvarðarson þjálfari 3. flokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka FRAM.
  • Magnús Jónsson þjálfari 3. flokks karla.
  • Roland Eradze aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfari 2. flokks karla og markmannsþjálfari yngri flokka FRAM.
  • Allir með gríðarlega reynslu af þjálfun yngri flokka, meistaraflokka og landsliða á vegum HSÍ.

Á námskeiðinu verður farið bæði yfir sóknar- og varnarleik, markmannsþjálfun,
gabbhreyfingar og skottækni ásamt spillíkum leikjum og venjulegu spili.

Námskeiðið verður bæði krefjandi og skemmtilegt og keyrt á háu tempói.
Góð byrjun fyrir átök vetrarins.

Verð 9.000.-
Skráning á handbolti@fram.is og á skráningar- og greiðslusíðu FRAM.

Handbolti er skemmtilegur!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!