Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM byrjar veturinn með stæl og heldur handboltanámskeið
fyrir krakka á aldrinum 12 – 16 ára í íþróttahúsi Fram í Safamýri í ágúst.
Námskeiðið verður með svipuðu sniði og námskeiðið sem haldið var í júlí.
Námskeiðið verður 6. – 16. ágúst 2013 frá kl. 13:00-15:00 fyrir
stráka og stelpur fædd 1997 til 2001.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
- Haraldur Þorvarðarson þjálfari 3. flokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka FRAM.
- Magnús Jónsson þjálfari 3. flokks karla.
- Roland Eradze aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfari 2. flokks karla og markmannsþjálfari yngri flokka FRAM.
- Allir með gríðarlega reynslu af þjálfun yngri flokka, meistaraflokka og landsliða á vegum HSÍ.
Á námskeiðinu verður farið bæði yfir sóknar- og varnarleik, markmannsþjálfun,
gabbhreyfingar og skottækni ásamt spillíkum leikjum og venjulegu spili.
Námskeiðið verður bæði krefjandi og skemmtilegt og keyrt á háu tempói.
Góð byrjun fyrir átök vetrarins.
Verð 9.000.-
Skráning á handbolti@fram.is og á skráningar- og greiðslusíðu FRAM.
Handbolti er skemmtilegur!