fbpx
Skagamót1

Knattspyrnuskóli FRAM í Úlfarsárdal 7. – 16. ágúst

Dagana 7. – 16. ágúst verður haldið knattspyrnunámskeið á æfingasvæði okkar Framara í Úlfarsárdal. Námskeiðið er frá kl. 9:30 – 12:00, átta virka daga.  Knattspyrnuskólinn hefur fengið gæðavottun frá KSÍ.

Námskeiðið er ætlað strákum og stelpum á aldrinum 5 – 12 ára og er skipt í hópa eftir aldri og ýmsum öðrum þáttum.

Farið er yfir marga af grunnþáttum knattspyrnunnar og margt til gamans gert. Tækniæfingar, skotæfingar, sendingar og sköllun eru þar á meðal.

Kennsla er í höndum þjálfara yngri flokka Fram sem hafa áralanga reynslu og mikla menntun í knattspyrnuþjálfun. Þetta eru þeir Halldór Örn Þorsteinsson, yfirþjálfari og þjálfari 5. flokks drengja, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, þjálfari 4. og 5. flokks drengja, Vigfús Geir Júlíusson og Steinar Þorsteinsson, þjálfarar 6., 7. og 8. flokks drengja.

Góðir gestir koma í heimsókn og má þar nefna Ríkharð Daðason, þjálfara meistaraflokks karla og þá Ögmund Kristinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson leikmenn meistaraflokks karla.

OKhaf - fors - fotbn

Verð á námskeiðið er kr. 7.000 og er skráning hafin hjá Daða íþróttafulltrúa, dadi@fram.is s. 587-8800 og Steinari, sth143@hi.is og gefa þeir nánari upplýsingar ef með þarf.

Hægt er að greiða í gegnum skráningar- og greiðslusíðu Fram á netinu og með millifærslu á reikning 0175-26-002843 kt. 060183-5389. Kvittun sendist á netfangið sth143@hi.is með nafni barns sem skýringu.

Þátttaka er ekki staðfest fyrr en greiðsla hefur borist.

VIð vonumst til að sjá sem flesta Framara á þessu skemmtilega námskeiði.

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!