Norðmaðurinn Jon André Röyrane er genginn til við Pepsideildarlið FRAM í knattspyrnu og samdi hann við félagið til loka yfirstandandi leiktíðar. Röyrane, sem er 29 ára, lék með Selfyssingum við góðan orðstír á síðustu leiktíð.
Röyrane lék alla 22 leiki Selfyssinga í Pepsideildinni á síðustu leiktíð, þrjá leiki til viðbótar í Borgunarbikarnum og skoraði í þessum leikjum samtals sjö mörk. Hann sagði skilið við Selfyssinga í lok síðustu leiktíðar og spreytti sig um stund í Futsal í Danmörku.
Röyrane hefur æft undanfarna daga með FRAM, skrifaði undir samning sem gildir til loka leiktíðarinnar og hafa félagaskipti hans þegar verið staðfest. Hann verður því gjaldgengur með FRÖMurum þegar Fylkismenn verða heimsóttir í Pepsideildinni að kveldi sunnudagsins 28.júlí.