FRAM Open 2013, eitt umtalaðasta og áhugaverðasta golfmót sumarsins, fór fram á Selslvelli á Flúðum sl. föstudag. Á mótinu fékkst endanlega staðfestur sá útbreiddi grunur að veðurguðirnir eru FRAMarar, í hópi Safamýrarmeyja- og sveina er íþróttafólk af guðs náð og síðast en ekki síst að þar sem FRAMarar koma saman er líf og fjör.
Mótið í ár var heppnað í alla staði, veðurblíðan reyndar með slíkum ágætum að sumum stóð ekki á sama. Logn, heiðskír himinn og brakandi hiti gerðu það að verkum að jafnvel reynslulitlir kylfingar léku eins og atvinnumenn. Ólympíuandinn var þó í hávegum hafður, stemmningin og skemmtunin voru allsráðandi og eftir vel heppnaðan golfhring settust kylfingar að veisluborðum.
Helstu úrslit FRAM Open 2013 urðu þessi:
Punktakeppni:
1.sæti karlar: Gylfi Árnason – 36 punktar
1.sæti konur: Sigrún Bragadóttir – 31 punktur
2.sæti karlar: Hergeir Elíasson – 34 punktar
2.sæti konur: Magdalena M. Kjartansdóttir – 29 punktar
3.sæti karlar: Haukur Bragason – 34 punktar
3.sæti konur: Guðríður Pálsdóttir – 28 punktar
Höggleikur:
1.sæti karlar: Rúnar Svanholt – 75 högg
1.sæti konur: Fanney Júlíusdóttir 94 högg