fbpx
IMG_0679-fors

Sunneva er gengin til liðs við FRAM

IMG_0679Sunneva Einarsdóttir, handboltamarkvörður með meiru, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FRAM.  Sunneva lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð, er í hópi bestu markvarða N1-deildar kvenna og er kvennaliði FRAM gríðarlegur styrkur.

Sunneva þekkir vel til í Safamýrinni, enda uppalin FRAMari, en hún gekk til liðs við Val eftir leiktíðina 2009-2010 og lék að Hlíðarenda þar til í fyrra.  Þá söðlaði hún um, gekk til liðs við Stjörnuna og átti stóran þátt í velgengni Garðbæinga á síðustu leiktíð.  Stjarnan lék til úrslita við FRAM um Íslandsmeistaratitilinn sællar minningar og úr varð hörkurimma.
Sunneva hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri og tók m.a. þátt í HM í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!