fbpx
haf2 - fors - fotbn

FRAM tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Blikum

haf2 - fotbnFRAM tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu, hafði betur gegn Breiðabliki í undanúrslitunum 2-1 og mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum laugardaginn 17.ágúst. FRAM leikur nú til úrslita í bikarnum í fyrsta sinn síðan 2009.

FRAM 2-1 Breiðablik (2-0)
1-0  Kristinn Ingi Halldórsson 9.mín.
2-0  Hólmbert Aron Friðjónsson (vsp.) 40.mín.
2-1  Árni Vilhjálmsson 71.mín.

Liðsuppstilling Ríkharðs og Auðuns í dag kom mörgum stuðningsmanninum ögn á óvart; ekki síst þar sem Jon André Röyrane og Orri Gunnarsson voru báðir í byrjunarliðinu; Orri í stöðu hægri bakvarðar sem hann leysti með sóma.  FRAM var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, gaf hreinlega ekki á sér færi og skoraði tvö mörk. Það fyrra skoraði Kristinn Ingi eftir að Gunnleifur hafði varið skot Hólmberts sem var sloppinn einn í gegn eftir sendingu Almarrs og það síðara skoraði Hólmbert úr víti sem réttilega var dæmt eftir að brotið var á Almarri.  Almarr hafði skorað í öllum bikarleikjum FRAM til þessa, en lét sér nægja að koma að undirbúningi markanna í dag.  Hollningin á liðinu var ágæt í fyrri hálfleik, doðinn sem lá yfir liðinu í tveimur síðustu leikjum var á bak og burt og stöðumatið gott.
Líklega duldist það fáum að Blikar myndu blása í lúðra í síðari hálfleik, tvær breytingar Óla þjálfara skiluðu sér í beittari sóknaraðgerðum gestanna.  Ögmundur varði nokkrum sinnum af stakri prýði í síðari hálfleik og hlýtur nú að vera búinn að blása á allar vangaveltur um það hver sé besti markvörður landsins.  Árni Vilhjálmsson gerði vel þegar hann nýtti sér sjaldséð mistök í öftustu línu FRAM, skeiðaði í átt að teignum og skoraði með góðu skoti um hálfleikinn miðjan, en lengra komust Blikar ekki.  FRAM fagnaði ljúfum sigri, 2-1, og sæti í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni þann 17.ágúst næstkomandi klukkan 16 að staðartíma.

Leikskýrslan.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!