FRAM tekur á móti Val í fjórtándu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag og verður flautað ti leiks á Laugardalsvelli klukkan 17.30. Leiktíminn er vissulega óvenjulegur; leikurinn var upphaflega settur á klukkan 19.15 en var færður fram til að skapa leikmönnum Aktobe rými til æfinga á Laugardalsvelli. Þeir ágætu knattspyrnumenn etja kappi við Breiðablik í Evrópudeildinni á þessum sama velli annað kvöld.
FRAM og Valur hafa mæst tvisvar á þessari leiktíð, einu sinni í deild og einu sinni í bikar. Liðin gerðu jafntefli í deildarleik um miðjan maí, 1-1. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark FRAM í fyrri hálfleik, en Valsmenn jöfnuðu metin með sjálfsmarki snemma í síðari hálfleik. FRAM fagnaði hins vegar sigri, 2-1, þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í lok maí. Almarr Ormarsson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og Rúnar Már Sigurjónsson jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks; nánast spegilmynd af gangi mála í deildarleiknum tveimur vikum fyrr. Hólmbert Aron tryggði FRAM hins vegar með laglegu skallamarki stundarfjórðungi fyrir leikslok.
FRAM og Valur hafa skipt með sér deildarsigrum af miklum frændskap undanfarin ár. Valsmenn fögnuðu sigri í fyrri deildarleiknum á síðustu leiktíð, höfðu betur 1-0 á Laugardalsvelli með marki Ásgeirs Þórs Ingólfssonar. FRAMarar svöruðu fyrir sig með því að vinna á Vodafonevellinum 2-0, þar sem Sam Tillen og Steven Lennon sáu um markaskorun. Sumarið 2011 unnu Valsmenn 1-0 heima með marki Guðjóns Péturs Lýðssonar, en FRAMarar fögnuðu sigri í Laugardalnum, 3-1. Steven Lennon skoraði tvö marka FRAM í þessum leik og þriðja markið var sjálfsmark, en Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark Vals.
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FH | 14 | 10 | 2 | 2 | 28 – 12 | 16 | 32 |
2 | KR | 12 | 9 | 1 | 2 | 28 – 14 | 14 | 28 |
3 | Stjarnan | 12 | 8 | 3 | 1 | 19 – 10 | 9 | 27 |
4 | Breiðablik | 12 | 8 | 2 | 2 | 22 – 12 | 10 | 26 |
5 | Valur | 12 | 5 | 5 | 2 | 25 – 17 | 8 | 20 |
6 | ÍBV | 13 | 5 | 3 | 5 | 17 – 15 | 2 | 18 |
7 | Fram | 13 | 4 | 3 | 6 | 17 – 20 | -3 | 15 |
8 | Þór | 13 | 4 | 1 | 8 | 18 – 29 | -11 | 13 |
9 | Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 – 21 | -5 | 10 |
10 | Víkingur Ó. | 13 | 2 | 4 | 7 | 11 – 21 | -10 | 10 |
11 | ÍA | 13 | 2 | 1 | 10 | 17 – 31 | -14 | 7 |
12 | Keflavík | 12 | 2 | 1 | 9 | 12 – 28 | -16 | 7 |