fbpx
Stelpunámskeið

Svaka stuð fótboltanámskeið fyrir stelpur með allskonar kryddi og kræsingum !!!

Mánudaginn 12. ágúst hefst skemmtilegt 8 daga fótboltanámskeið með smá helgar-fjöri.

Námskeiðið verður haldið á grasvellinum í Safamýri vikuna 12. – 16. ágúst og 19. – 21. ágúst og verður frá kl 9:00 til 12:15.

Við verðum lengur einhverja daga en það verður allt ákveðið með dags fyrirvara og tilkynnt í tölvupósti.

Námskeiðið er ætlað stelpum á aldrinum 7 – 12 ára og mun Biggi þjálfari 5. 6. og  7. flokks kvk. sem flestar þekkja hafa umsjón með námskeiðinu.

Áhersla verður lögð á að stelpurnar njóti sín eftir aldri og styrkleika og fái verkefni við hæfi.  Farið verður t.a.m. í  tækniæfingar, skotæfingar, skallaæfingar og sendingar, einnig mun markmannsþjálfari frá FRAM kíkja í heimsókn og leiðbeina stelpunum í markinu.

Það er margt skemmtilegt á dagskránni og mun það raðast eftir veðri og vindum hvaða daga við gerum hvað…og hvað gerum við?

  • Fyrst og fremst verður fullt fullt af fótbolta
  • Sund
  • Knattþrautabraut
  • Ísferð
  • Tímataka
  • Nauthólsvík í strand-fótbolta
  • Grill
  • Teiknum á boli
  • Fjársjóðsleit
  • Óvæntur glaðningur
  • Viðurkenningar
  • Stefnt verður á að setja á leik,  Stelpur vs  “Úrvalslið” foreldra  J  nánar um það síðar
  • Laugardaginn 17. ágúst er meistaraflokkur karla FRAM að keppa til úrslita á móti Stjörnunni í Borgunarbikarnum kl.16:00.  Hópurinn mun hittast niður í Safamýri fyrir leikinn gera ýmislegt skemmtilegt saman og fjölmenna svo á völlinn.

Verð á námskeiðið er kr. 8.000. (Systur borga kr. 6000).

Einnig er hægt að skrá sig 12. – 16. ágúst kr. 5000 og 19. – 21. ágúst  kr. 3000.

Skráning er hafin hjá Bigga þjálfara á framstulkur@gmail.com eða í  s. 6998422 og gefur hann nánari upplýsingar ef með þarf.

Hægt er að greiða með millifærslu á reikning 0101-26-88891 kt. 2708683-719.

Sendið kvittun á netfangið framstulkur@gmail.com  með nafni stúlku í skýringu.

Við vonumst til að sjá sem flesta stúlkur á þessu skemmtilega námskeiði.

Áfram FRAM!

Stelpunámskeið

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!