fbpx
CAM00047fors

FRAM er bikarmeistari!

CAM00039 FRAM er Borgunarbikarmeistari karla í knattspyrnu 2013 eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þar með er 23 ára eyðimerkurgöngu félagsins formlega lokið, en þetta er fyrsti titill karlaliðs FRAM síðan liðið varð Íslandsmeistari árið 1990 og fyrsti bikarmeistaratitillinn síðan 1989.

Leikurinn var hádramatískur, æsispennandi, stútfullur af umdeilanlegum atvikum og úrslitin réðust jú í vítaspyrnukeppni. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Stjörnuna og 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Við gætum skrifað langan pistil um vítaspyrnudóminn, hvort aðstoðardómarinn hafi misst af jöfnunarmarki FRAM, markið hans Hólmberts og mörkin hans Almarrs. Hann bara gat ekki hætt að skora í bikarnum í ár. Við gætum líka skrifað um vörslurnar hans Ögmundar, ekki síst í vítaspyrnukeppninni, liðsheildina, karakterinn og sigurviljann. Ekki má gleyma stuðningsmönnunum sem fóru hamförum á pöllunum og stungu sokki upp í þá sem segja að FRAMarar mæti ekki og styðji sína menn. Þvílík frammistaða.

Við ákváðum að sleppa langlokum og óska einfaldlega FRÖMurum, öllum sem einum, innilega til hamingju með titilinn. Þetta er rakin snilld.

TIL HAMINGJU FRAMARAR!

[nggallery id=7]

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!