fbpx
Mynd: Fótbolti.net

FRAMstúlkur fögnuðu sigri gegn ÍA

Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

FRAM hafði betur gegn ÍA, 4-0, í A-riðli 1.deildar kvenna í knattspyrnu á FRAMvellinum í Safamýri í kvöld, tryggði sér þar með þriðja sæti riðilsins og færði Fylkisstúlkum efsta sætið.

FRAM 4-0 ÍA (3-0)
1-0  Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir 13.mín.
2-0  Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir 25.mín.
3-0  Dagmar Ýr Arnardóttir 40.mín.
4-0  Fjóla Sigurðardóttir 71.mín.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Skagaliðið aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni; gegn FRAM og Fylki, og þótti öllu líklegra til afreka. FRAMstúlkur höfðu hins vegar nokkra yfirburði og tvö mörk Huldu Mýrdal Gunnarsdóttur á fyrstu tuttugu og fimm mínútunum undirstrikuðu þá. Guðrúnu Valdísi Jónsdóttur, markverði ÍA, var vísað af leikvelli þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Dagmar Ýr Arnardóttir skoraði þriðja mark FRAM áður en fyrri hálfleikur var allur. Fjóla Sigurðardóttir gulltryggði glæsilegan sigur með fjórða marki FRAM í síðari hálfleik.
Röð þriggja efstu liðanna í riðlinum er þar með ráðin; Fylkir hefur tryggt sér efsta sætið, ÍA er í öðru sæti og FRAM í því þriðja.

Leikskýrslan

Staðan í A-riðli 1.deildar kvenna:

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Fylkir 14 13 1 0 69  –    6 63 40
2 ÍA 15 11 1 3 48  –  22 26 34
3 Fram 15 8 2 5 28  –  20 8 26
4 Haukar 15 7 1 7 26  –  22 4 22
5 Álftanes 14 5 4 5 18  –  20 -2 19
6 Tindastóll 13 3 5 5 26  –  21 5 14
7 ÍR 15 3 4 8 15  –  45 -30 13
8 BÍ/Bolungarvík 14 2 3 9 13  –  33 -20 9
9 Víkingur Ó. 15 1 3 11 12  –  66 -54 6

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!