fbpx
024fors

Stóra stundin er í dag | FRAM – Stjarnan í Laugardal

014FRAM og Stjarnan leika í dag til úrslita í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli og stuðningsmenn FRAM hita upp bæði í Leirdal og á Classic Rock Sportbar í Ármúla frá klukkan 14.

FRAM leikur nú til úrslita í bikarkeppni KSÍ í átjánda sinn og hefur fagnað sigri sjö sinnum. Aðeins KR (13 og Valur og ÍA (9) eiga fleiri bikarmeistaratitla á afrekaskránni. FRAM hefur hins vegar ekki fagnað bikartitli síðan 1989, en þá hafði liðið betur gegn KR í úrslitaleik 3-1. FRAM hefur tapað fjórum bikarúrslitaleikjum í röð; gegn KR 1995, Fylki 2002, Val 2005 og Breiðabliki 2009. Það er löngu orðið tímabært að snúa þessari þróun til betri vegar.
Stjarnan leikur nú til úrslita í bikarkeppninni í annað sinn og reyndar annað árið í röð. Garðbæingar máttu sætta sig við tap gegn KR í fyrra, 1-2.

Heiðursgestir FRAM á leiknum í dag eru glæsilegar fulltrúar liðsins sem vann bikarmeistaratitilinn árið 1973, í fyrsta bikarúrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli, og fagna því 40 ára áfanga á þessu ári. Jón Pétursson var fyrirliði þessa ágæta liðs, skoraði fyrsta markið í bikarúrslitaleik í dalnum og varð, eðli málsins samkvæmt, fyrstur til að lyfta bikar í Laugardalnum.

Stuðningsmenn FRAM ætla að hita upp á tveimur stöðum í dag. Klukkan 14 hefst dagskrá í Leirdal, hluti af hverfahátíðinni “Í Holtinu heima”, þar sem m.a. verður heitt á grillinu, boðið upp á andlitsmálun og knattþrautir og Hreimur, hinn eini sanni, kemur og tekur nokkur lög. Á sama tíma, eða klukkan 14, verður blásið til veislu á Classic Rock Sportbar í Ármúla, þar sem menn og konur koma saman til að fara yfir málin og Stefán Pálsson fer yfir bikarsögu FRAM á sinn einstaka hátt.

FRAMARAR! MÆTUM Í BLÁU Í LAUGARDALINN Í DAG OG STYÐJUM OKKAR MENN!

Bikar2013

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!