fbpx
007-fors

FRAM tekur á móti Keflavík í kvöld | Gríðarlega mikilvægur leikur

007
Mynd: Sport.is

FRAM og Keflavík eigast við í sautjándu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld og verður flautað til leiks á Laugardalsvelli klukkan 19.15. Fyrir leikinn situr FRAM í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig, en Keflavík er í tíunda sæti með 14 stig og er aðeins stigi fyrir ofan Víkinga frá Ólafsvík sem er í næstneðsta sæti.

Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur og FRAMsigur myndi slá á grimmustu áhyggjur manna og kvenna af botnbarátu í nánustu framtíð. FRAM og Keflavík hafa skipt með sér stigum undanfarin ár, unnið á víxl nánast sleitulaust síðan 2008, en Keflavík fagnaði þó sigri í báðum deildarleikjunum gegn FRAM á síðustu leiktíð án þess að bláklæddir næðu að skora mark. FRAM vann hins vegar fyrri leikinn á þessari leiktíð sællar minningar 2-1, en það var fyrsti leikurinn sem liðið spilaði undir stjórn Ríkharðs Daðasonar og Auðuns Helgasonar.
Keflavík hafði betur í síðustu heimsókn sinni í Laugardalinn, fagnaði sigri 2-0 í júní í fyrra, og batt þá enda á þriggja leikja sigurgöngu FRAM gegn Keflavík á heimavelli.  FRAM hefur m.ö.o. unnið þrjá af fjórum siðustu heimaleikjum sínum gegn Keflavík; 5-0 árið 2009, þar sem Halldór Hermann skoraði tvö mörk, 2-1 árið 2010 með mörkum Halldórs Hermanns og Almarrs og 1-0 árið 2011 með marki Kristins Inga.  Halldór Hermann hefur skorað þrjú mörk í fjórum síðustu leikjum sínum gegn Keflavík á Laugardalsvelli.

Fram hefur spilað 8 deildarleiki á Laugardalsvelli, unnið þrjá, gert tvö jafntefli og tapað þremur.  Sigurleikirnir eru gegn Þór, KR og ÍA, jafnteflin gegn Fylki og Breiðabliki og tapleikirnir gegn Stjörnunni, Víkingi og Val.
Fram vann síðast á heimavelli þegar Skagamann komu í heimsókn 11.ágúst, 1-0.
Keflavík hefur spilað 8 útileiki í deildinni, unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað fimm.  Sigurleikirnir eru gegn Víkingi og  ÍA , jafnteflið gegn ÍBV og tapleikirnir gegn FH, Val, Stjörnunni, KR og Fylki.
Útisigrana unnu Keflvíkingar í maí (Víkingur) og júní (ÍA) – þeir hafa ekki unnið á útivelli síðan 24.júní.

Síðustu þrír leikir Fram eru tap gegn Val heima 0-4, sigur gegn ÍA heima 1-0 og tap gegn Stjörnunni úti 2-3.
Síðustu þrír leikir Keflvíkinga eru sigur gegn Víkingi heima 2-0, tap gegn Fylki úti 0-3 og sigur gegn Val heima 2-0.

Stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli í Laugardalnum í kvöld – það þarf varla að fjölyrða um mikilvægi þess að FRAMarar flykkist á völlinn og styðji drengina til góðra verka. Geiramenn láta sitt ekki eftir liggja – og það ætti í raun enginn FRAMari að gera heldur.
MÆTUM OG LEGGUM OKKAR AF MÖRKUM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!