fbpx
haf3 - fotbn-fors

Tap gegn Keflavík | Dýrmæt stig í súginn

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

FRAM mátti í kvöld sætta sig við tap gegn Keflavík, 2-3, í sautjándu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu, en leikið var á Laugardalsvelli. FRAM situr sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar, en er nú aðeins stigi fyrir ofan Fylki og Keflavík, tveimur stigum fyrir ofan Þór og fimm stigum frá fallsæti.

FRAM 2-3 Keflavík (0-1)
0-1  Einar Orri Einarsson 24.mín.
0-2  Bojan Stefán Ljubicic (vsp.) 54.mín.
1-2  Viktor Bjarki Arnarsson 61.mín.
1-3  Hörður Sveinsson 84.mín.
2-3  Haukur Baldvinsson 87.mín.

Stuðningsmenn FRAM gerðu sér margir hverjir ágætar vonir um ríkulega uppskeru þegar Kelvíkingar heimsóttu Laugardalinn; þótt vissulega hafi Suðurnesjamenn sýnt batamerki í síðustu leikjum hefur árangurinn á útivöllum ekki verið til útflutnings og sigur hefði slegið á auknar áhyggjur af fallbaráttuslag í nánustu framtíð.  FRAMarar stýrðu umferðinni meira og minna í fyrri hálfleiknum, án þess þó að hafa beinlínis yfirburði eða skapa sér umtalsverð marktækifæri, og þeim var refsað grimmilega fyrir sofandahátt um hálfleikinn miðjan. Einar Orri Einarsson fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og skoraði af nokkru öryggi, 1-0 fyrir Keflavík.
FRAMsveinar virtust dasaðir og ráðalausir á upphafsmínútum síðari hálfleiks og annað mark Keflvíkinga hreinlega lá í loftinu. Hörður Sveinsson skallaði í stöngina á marki FRAM nokkrum mínútum áður en Jordan Halsman braut á Ray Anthony Jónssyni inni á vítateig og vítaspyrna var óumflýjanleg.  Úr henni skoraði Bojan Stefán Ljubicic. FRAMarar sýndu í kjölfarið ágæta tilburði, virtust átta sig á því að hafa þyrfti fyrir hlutunum, og Viktor Bjarki hleypti lífi í leikinn með ágætu marki eftir rétt rúmlega klukkustundar leik.  Næstu mínútur virtust vera möguleikar í stöðunni, FRAMliðið varð þéttara og áræðnara en minnstu munaði að djarflega skipting Ríkharðs og Auðuns, þar sem sóknarmöguleikar voru rýmkaðir á kostnað varnarinnar, hefði kostað sitt. Hörður Sveinsson kom sér í upplagt færi, en setti boltann í hliðarnetið. Fórnarkostnaðinn þurfti þó að greiða að lokum, títtnefndur Hörður skoraði fyrir Keflavík sex mínútum fyrir leikslok og endurheimti þar með tveggja marka forystu. Mark sem Haukur Baldvinsson skoraði af harðfylgi þremur mínútum fyrir leikslok breytti í raun litlu.

Frammistaða FRAMdrengja í þessum leik var ekkert til að hrópa húrra fyrir, á löngum köflum voru slen og hugmyndaskortur allsráðandi, menn voru margir hverjir óöruggir á bolta og harla ólíklegir til stórafreka. Andstæðingurinn sýndi svo sem engan glansleik, en gerði nóg til að hirða stigin sem í boði voru, og það gerir tapið jafnvel enn súrara.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KR 15 12 1 2 37  –  17 20 37
2 FH 17 11 3 3 35  –  17 18 36
3 Stjarnan 16 10 4 2 25  –  15 10 34
4 Breiðablik 15 8 5 2 24  –  14 10 29
5 Valur 16 6 7 3 32  –  22 10 25
6 ÍBV 17 6 5 6 21  –  20 1 23
7 Fram 17 5 3 9 22  –  30 -8 18
8 Fylkir 17 4 5 8 23  –  25 -2 17
9 Keflavík 17 5 2 10 20  –  34 -14 17
10 Þór 17 4 4 9 24  –  37 -13 16
11 Víkingur Ó. 17 2 7 8 13  –  25 -12 13
12 ÍA 17 2 2 13 21  –  41 -20 8

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!