fbpx
Reykjavíkurmeistarar-3.fl_.ka_.-2013-fors

Fimm FRAMarar valdi í úrtakshópa yngri landsliða

Reykjavíkurmeistarar-3.fl_.ka_.-2013
3.flokkur karla – FRAM – Reykjavíkurmeistarar 2013

Fimm efnilegir leikmenn FRAM hafa verið valdir í úrtakshópa U15 og U17-ára landsliða Íslands í knattspyrnu, en bæði lið taka þátt í áhugaverðum verkefnum nú á haustmánuðum.

Andri Sólbergsson og Arnór Daði Aðalsteinsson, sem báðir eru 16 ára, hafa verið valdir í úrtakshóp U17- ára landsliðsins.  Liðið heldur til Rússlands í september og leikur þar í undanriðli Evrópumótsins með gestgjöfunum, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, Slóvökum sem komust í undanúrslit EM fyrr á þessu ári, og liði Azerbadjan.

Þrír FRAMarar; Helgi Guðjónsson, Magnús Snær Dagbjartsson og Óli Anton Bieltvedt, sem allir eru 14 ára, hafa verið valdir í úrtakshóp U15-ára landsliðsins.  Liðið leikur í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í október.

Við óskum þessum framtíðarstjörnum FRAM góðs gengis.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email