fbpx
Reykjavíkurmeistarar-3.fl_.ka_.-2013-fors

Fimm FRAMarar valdi í úrtakshópa yngri landsliða

Reykjavíkurmeistarar-3.fl_.ka_.-2013
3.flokkur karla – FRAM – Reykjavíkurmeistarar 2013

Fimm efnilegir leikmenn FRAM hafa verið valdir í úrtakshópa U15 og U17-ára landsliða Íslands í knattspyrnu, en bæði lið taka þátt í áhugaverðum verkefnum nú á haustmánuðum.

Andri Sólbergsson og Arnór Daði Aðalsteinsson, sem báðir eru 16 ára, hafa verið valdir í úrtakshóp U17- ára landsliðsins.  Liðið heldur til Rússlands í september og leikur þar í undanriðli Evrópumótsins með gestgjöfunum, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, Slóvökum sem komust í undanúrslit EM fyrr á þessu ári, og liði Azerbadjan.

Þrír FRAMarar; Helgi Guðjónsson, Magnús Snær Dagbjartsson og Óli Anton Bieltvedt, sem allir eru 14 ára, hafa verið valdir í úrtakshóp U15-ára landsliðsins.  Liðið leikur í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í október.

Við óskum þessum framtíðarstjörnum FRAM góðs gengis.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!