fbpx
020-fors

FRAM og Þór skiptu með sér stigunum á Akureyri

Mynd: Sport.is
Mynd: Sport.is

FRAM og Þór skiptu með sér afar dýrmætum stigum þegar þau gerðu jafntefli, 1-1, í átjándu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu á Akureyri í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark FRAM í leiknum, hefur nú skorað 10 mörk í 17 leikjum og er markahæstur í deildinni ásamt Fylkismanninum Viðari Erni Kjartanssyni.

Þór 1-1 FRAM (0-0)
1-0  Ármann Pétur Ævarsson 54.mín.
1-1  Hólmbert Aron Friðjónsson 69.mín.

Mikilvægi leiksins í dag var talsvert; bæði lið berjast í neðri hluta deildarinnar og stefna að því að hrista falldrauginn af sér sem allra fyrst og pressan virtist hafa ágæt áhrif á FRAMliðið. Ríkharður og Auðun gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu; Halldór Arnarsson kom inn í miðja vörnina og stóð sig með prýði, Daði var færður í bakvarðarstöðuna vinstra megin í stað Jordan Halsman sem var í banni, Orri Gunnarsson kom inn í bakvörðinn hægra megin og Haukur Baldvinsson og Halldór Hermann Jónsson leystu af hólmi Aron Bjarnason og Kristin Inga Halldórsson, sem er meiddur.  FRAMarar voru sterkari í fyrri hálfleik og mun líklegri til afreka, áttu nokkrar ágætar marktilraunir og hefðu með örlítilli heppni getað skorað svo sem eins og tvö mörk.  Vörnin var býsna stöndug og samleikskaflar og vinnsla fyrri hálfleiks var öll gestanna.
Þórsarar bitu frá sér á upphafsmínútum síðari hálfleiks, botninn datt örlítið úr leik FRAMara, og ein af örfáum marktilraunum heimamanna skilaði marki eftir níu mínútna leik. Ármann Pétur Ævarsson skallaði þá boltann í  netið úr erfiðu færi. Bláir vöknuðu þá til lífsins aftur og sýndu viðlíka takta og í fyrri hálfleik, stýrðu umferðinni meira og minna og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom loksins eftir hornspyrnu Sam Hewson sem Hólmbert klístraði í netið með skalla. FRAMarar sýndu á köflum ágæta tilburði á lokakafla leiksins og Almarr Ormarsson komst einn næst því að tryggja sigur eftir laglegan sprett inn á teiginn, en Joshua Wicks varði ágætt skot hans með tilþrifum.

Niðurstaðan er jafntefli og eitt stig er betra en ekki neitt. FRÖMurum hefur gengið bölvanlega gegn Þór á Akureyri undanfarin misseri, höfðu tapað þar þremur deildarleikjum í röð og ekki fagnað þar sigri síðan 1988 og liðin sitja eftir þetta í áttunda og níunda sæti deildarinnar.  FRAM er fimm stigum frá fallsæti þegar fjórum umferðum er ólokið og dagskráin á lokakaflanum er krefjandi.  FRAM á eftir að spila við ÍBV heima, Breiðablik úti, FH heima og KR úti.

Dagskrá sex neðstu liðanna í lokaumferðunum fjórum er þessi:
Fylkir (7.sæti – 20 stig)
FH heima – KR úti – Víkingur heima – ÍA úti
FRAM (8.sæti – 19 stig)
ÍBV heima – Breiðablik úti – FH heima – KR úti
Þór (9.sæti – 17 stig)
Stjarnan úti – Keflavík heima – ÍA heima – ÍBV úti
Keflavík (10.sæti – 17 stig)
ÍA heima – Þór úti – ÍBV heima – Breiðablik úti
Víkingur (11.sæti – 14 stig)
KR heima – ÍA úti – Fylkir úti – Valur heima
ÍA (12.sæti – 8 stig (Ath. 17 leikir – heimaleikur gegn KR til góða))
Keflavík úti – Víkingur heima – Þór úti – Fylkir heima

Leikskýrslan.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KR 16 13 1 2 40  –  18 22 40
2 FH 18 11 4 3 37  –  19 18 37
3 Stjarnan 18 11 4 3 28  –  17 11 37
4 Breiðablik 17 9 5 3 27  –  19 8 32
5 Valur 17 6 7 4 33  –  25 8 25
6 ÍBV 17 6 5 6 21  –  20 1 23
7 Fylkir 18 5 5 8 27  –  26 1 20
8 Fram 18 5 4 9 23  –  31 -8 19
9 Þór 18 4 5 9 25  –  38 -13 17
10 Keflavík 18 5 2 11 20  –  36 -16 17
11 Víkingur Ó. 18 2 8 8 15  –  27 -12 14
12 ÍA 17 2 2 13 21  –  41 -20 8

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!