fbpx
016-fors

Breytingar á leikjum Pepsideildarinnar | Tveir FRAMleikir færðir til

Mynd: Sport.is
Mynd: Sport.is

Breytingar hafa verið gerðar á leikjadagskrá Pepsideildar karla í knattspyrnu, þar sem m.a. tveir leikir FRAM færast aftur um einn dag. Leikur FRAM og ÍBV hefur verið færður til föstudagsins 13.september og leikur FRAM og Breiðabliks til mánudagsins 16.september.

Tveir leikir nítjándu umferðar hafa verið færðir aftur um einn dag vegna leikja A- og U21-árs landsleikja, en þetta eru leikir FRAM og ÍBV á Laugardalsvelli annars vegar og leikur Vals og Breiðabliks á Kópavogsvelli hins vegar.  Leikur FRAM og ÍBV hefur verið settur á föstudaginn 13.september klukkan 18.00.

Þessar færslur hafa áhrif á þrjá leiki sem upphaflega voru á dagskrá sunnudaginn 15.september og þeirra á meðal er leikur Breiðabliks og FRAM á Kópavogsvelli.  Hann færist aftur um einn dag og verður leikinn mánudaginn 16.september klukkan 17.15.

Frestuðum leikjum nýliðinnar helgar hafa og verið fundnir staðir í þéttri dagskrá; leikur ÍBV og Vals fer fram fimmtudaginn 19.september og leikur ÍA og KR fimmtudaginn 26.september.
Lokaumferð deildarinnar hefur af þessum sökum verið færð aftur um einn dag, fer fram sunnudaginn 29.september í stað laugardagsins 28.september.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!