Kvennalið FRAM í handknattleik tryggði sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn árið 2013 með því að leggja Fylki að velli í lokaleik sínum 28-16. FRAM vann alla þrjá leiki sína á Reykjavíkurmótinu með býsna sannfærandi hætti, lýkur leik með 63 mörk í plús og vann því leikina með 21 marks mun að meðaltali.
FRAM vann Víking í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu 43-12, hafði betur gegn Fjölni í öðrum leiknum 33-13 og vann Fylki í kvöld 28-16 eins og áður segir. Sigurinn í kvöld var öruggur og sannfærandi, eins og tölurnar bera með sér, og titlinum var landað af sannfæringu.