fbpx
Reymeistarar2013-fors

FRAMstúlkur eru Reykjavíkurmeistarar

Reymeistarar2013Kvennalið FRAM í handknattleik tryggði sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn árið 2013 með því að leggja Fylki að velli í lokaleik sínum 28-16.  FRAM vann alla þrjá leiki sína á Reykjavíkurmótinu með býsna sannfærandi hætti, lýkur leik með 63 mörk í plús og vann því leikina með 21 marks mun að meðaltali.

FRAM vann Víking í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu 43-12, hafði betur gegn Fjölni í öðrum leiknum 33-13 og vann Fylki í kvöld 28-16 eins og áður segir.  Sigurinn í kvöld var öruggur og sannfærandi, eins og tölurnar bera með sér, og titlinum var landað af sannfæringu.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!